24.11.1937
Efri deild: 34. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 653 í B-deild Alþingistíðinda. (946)

21. mál, bændaskólar

*Jón Baldvinsson:

Hæstv. forsrh. upplýsti, að allur kostnaðaraukinn, sem leiða mun af þessu frv., muni verða 10 þús. kr. Það er í sjálfu sér ekki svo mikil fjárupphæð, að nokkrum þurfi að ógna, ef verulegt gagn yrði að þessum breytingum.

Mér hefir fundizt hæstv. ráðh. og hv. meðnm. mínir taka heldur þunglega minni brtt. um að fella niður b-lið 6. gr., en eftir því, sem ég hugsa betur um málið, sé ég, að í þessum lið felast einmitt mjög miklar takmarkanir fyrir kaupstaðarpilta, þar sem þeim er sett það skilyrði að hafa verið 2 ár í sveit eftir að þeir voru 12 ára. Nú er það svo, að margir kaupstaðarpiltar eru í sveit á aldrinum 6, 7 og 8 ára og allt fram að 12 ára aldri, en eftir það þykir hentara, að þeir dvelji í kaupstað, ef þeir geta tengið þar vinnu, jafnvel þó þeir sjálfir hefðu mikinn áhuga fyrir því að vera áfram í sveitinni. Bæði fjárhagsástæðu og annað geta valdið því, að þessir piltar eiga þess ekki kost að leggja fyrir sig sveitavinnu úr því. Þetta aldurstakmark verður því beinlínis til þess að útiloka kaupstaðapilta frá bændaskólunum. Hv. frsm. hefir haldið því fram, að sveitapiltum veittist nám við bændaskólana yfirleitt léttara vegna þess, að þeir hefðu vanizt sveitastörfum og séð unnið, og má það til sanns vegar færa að sumu leyti. Þó er því til að svara, að piltar í kaupstöðum, sem sækja um inntöku í bændaskóla, gera það af sérstökum áhuga, af því þeir finna, að þeir eiga helma í þeirri afvinnugrein. Þetta verða hv. meðnm. mín:r að játa, en svo þarf ekki að vera með alla sveitapilta, þó þeir eða aðstandendur þeirra telji þá kallaða til að fara í búnaðarskóla. Þannig er líklegt, að kaupstaðapiltarnir, sem ekki mundu sækja um þessa skóla nema fyrir sérstakan áhuga, séu betur hæfir eða eins vel hæfir og þeir sveitapiltar, sem mestan áhuga hafa fyrir landbúnaði, til að sækja búnaðarskólana. Þennan áhuga finnst mér, að ekki sé rétt að drepa niður, með tilliti til hinnar brýnn þarfar á því að beina fólksstraumunum úr kaupstöðunum til sveitanna. því lengur sem ég íhuga þetta atriði, því betur sé ég, að það á að fella niður þetta skilyrði í 6. gr., því eins og það er, mætti það heita hrein og bein undantekning, ef nokkur piltur úr kaupstað kæmist í bændaskólann næstu ár, eða hefði rétt til þess. Ég veit, að plássið er takmarkað í þessum skólum, og ég ætlast ekki til, að piltar úr kaupstöðum fái að fjölmenna þangað, en ég vil ekki, að þeir séu útilokaðir frá því að komast þangað, eins og mér finnst, að orðið geti eftir b-lið 6. gr., þrátt fyrir heimild skólastjóra til þess að veita undanþágu, er n. leggur til, að sett verði inn í l. Sem sagt, sveitapiltum eru í þessu frv. veitt margvísleg forréttindi fram yfir hina, og ég sé enga ástæðu til þess, einkanlega af þeirri ástæðu, að hér um bil allt fullorðið fólk í kaupstöðunum er komið úr sveitunum, þannig að það er yfirleitt aðeins einn ættliður, sem er uppalinn í kaupstöðunum og vel getur tileinkað sér hæfileika og áhuga forfeðra sinna fyrir landbúnaði, svo ég get eiginlega ekki betur séð en það sé meira um vert, að kaupstaðarpilturinn, sem áhuga hefir fyrir landbúnaðinum, fái inntöku í bændaskóla heldur en sveitapiltur, sem engan áhuga hefir fyrir því að ilengjast í sveitinni. Ég álít mestan ávinning fyrir landbúnaðinn að fá hinn virkilega áhuga. Mér er sagt, að sú tilraun, sem gerð var með að senda atvinnulausa unglinga í bændaskólana, sem ég veit ekki, hvort sérstaklega voru valdir vegna áhuga þeirra á landbúnaði, hafi gefizt svo vel, að fjórir af sex nemendum, sem þangað voru sendir, hafi sýnt alveg sérstakan áhuga á búnaði, sem er náttúrlega ekki óeðlilegt, svo skammt sem almenningur í kaupstöðunum er frá því varinn að vera bændafólk.