09.12.1937
Efri deild: 45. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 662 í B-deild Alþingistíðinda. (966)

21. mál, bændaskólar

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Þetta mál, sem komið er aftur til Ed., hefir tekið þeirri breyt. í Nd., að sá liður, sem felldur var úr frv. hér í d., hefir þar verið felldur inn aftur með þeim viðauka, sem við meiri hl. landbn. vildum fá samþ. hér, en var felldur. Önnur breyt. var ekki gerð. En þessi breyt. var samþ. með öllum greiddum atkv. Ég skal benda á, að það skiptir litlu, hvort þessi b-liður stendur nú eins og hann er eða ekki. Því að skólastjóri getur veitt undanþágu frá tveggja ára ákvæðinu sem inntökuskilyrði, og gerir það vafalaust í þeim tilfeilum, þar sem ástæða er til og meinlítið fyrir skólann. Mér finnst því ástæðulaust að leggja út í baráttu við hv. Nd. í Sþ. út af þessu atriði. Ég vil því eindregið mæla með því að samþ. frv. óbreytt. Ég sé, að hv. 10. landsk. þm. hefir tekið upp aftur þessa brtt. sína, sem hér gekk fram um daginn, en Nd. felldi, eins og ég hefi sagt, burt úr frv. með shlj. atkv. Þó að hann vilji nú tefja málið með því að setja það í Sþ., bendir atkvgr. til þess, að það þýði litið.