21.12.1937
Sameinað þing: 18. fundur, 52. löggjafarþing.
Sjá dálk 669 í B-deild Alþingistíðinda. (981)

21. mál, bændaskólar

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Eins og ég benti á við umr., sem hér fóru fram fyrir nokkrum dögum í Sþ. um þetta mál, tel ég verra, að sett séu nokkur skilyrði fyrir því, að þeir, sem í bændaskóla koma, hafi þekking á landbúnaði. En af því að mér virðist — eins og ég sagði þá — þessi till. ekki skipta miklu máli, þá vildi ég athuga málið nánar og taka það út af dagskrá. Virðist mér metingur milli deilda heldur en raunverulegt efni málsins sjálfs skipta mönnum í flokka. Og til þess að málinu verði ekki stefnt í óefni, vil ég mælast til þess, að flm. fallist á að draga till. til baka, af því að það skiptir svo sáralitlu máli til eða frá, hvort till. er samþ. eða ekki.