06.04.1938
Efri deild: 42. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 706 í B-deild Alþingistíðinda. (1002)

46. mál, samvinnufélög

*Brynjólfur Bjarnason:

Herra forseti! Það verður aðeins stutt aths.

Hv. þm. S.-Þ. virtist halda því fram í ræðu sinni, að ég hefði borið hér fram till. um það að skylda SÍS til þess að veita einstökum félögum svo og svo mikil viðskipti. Ég veit ekki, hvað hv. þm. er að fara. Mér hefir aldrei dottið slíkt í hug. Og hvernig er sú till., sem ég hefi borið fram? Ég ætla, með leyfi hæstv. forseta, að lesa hana hér upp, svo að þetta verði hv. þdm. ljóst. Fyrri töluliður brtt. hv. 1. þm. M.-M. hljóðar svo: „Heimilt er þó að ákveða, að takmarka megi tölu fulltrúa frá þeim deildum, sem ekki skipta nema að nokkru leyti við félagið“. Og svo legg ég til, að bætt verði við: „enda eigi félagið kost á viðskiptum við SÍS“. Hvað er hér farið fram á? Það skilur hver maður, sem er nokkurnveginn læs. Það er farið fram á, að ekki sé hægt að takmarka fulltrúatölu félaga, sem hafa haft lítil viðskipti, en ekki átt kost á viðskiptum við Sambandið. Svo er hv. þm. S: Þ. að halda langa ræðu um þetta. Það er bókstaflega eins og það renni út í fyrir manninum.

Annað sagði þessi hv. þm. líka einkennilegt. Hann sagði, að það yrði ekkert tillit tekið til óska Kommfl. í þessum efnum, vegna þess að það væri svo lítilfjörlegur flokkur og lítilfjörlegir menn, sem að honum stæðu. (JJ: Alveg réttl. Ég vil upplýsa hv. þm. um það, að þessi ósk kemur ekki frá Kommfl., heldur frá aðalfundi Kron. Þessi ósk var samþ. þar einróma, og það er svo langt frá, að þar séu eingöngu kommúnistar, heldur er þar fjöldinn allur af alþýðuflokksmönnum, framsóknarmönnum og einnig úr öðrum flokkum. Þetta er því hreint og beint slúður hjá hv. þm.

Þá er enn eitt, sem ég vil leiðrétta, af öllu því bulli, sem hv. þm. S.-Þ. lét út úr sér, og það er, að ég hafi átt að segja á þessum aðalfundi, að það ætti að reka forstjóra Kron úr Rommfl. Ég sagði ekki eitt orð í þá átt.

Ég held, að ég hafi að öðru leyti verið búinn að taka flest fram af því, sem ég þurfti að minnast á. — Ég vil aðeins gera þá aths. við ræðu hv. 2. þm. Eyf., þar sem hann var að tala um. að okkur 1. þm. N.-M. væri illa við krónurnar, að ég held, að hvorugur okkar hafi talað um það. Hitt sögðum við, að við vildum ekki miða réttindi manna í þjóðfélaginu, fulltrúaréttindi eða atkvæðisrétt, við það. hvað menn eiga margir krónur. Eftir því ætti kannske að innleiða þá reglu í stjskr., að atkvæðisréttur manna færi eftir krónufjöldanum, sem þeir ættu. Sá, sem hefði 5 þús. kr. árstekjur, hefði t. d. eitt atkv. Sá, sem hefði 10 þús. kr., 2–3 atkv. o. s. frv. Þó að krónurnar séu góðar, er ég á móti því, að réttur manna sé á þann hátt miðaður við þær.

Hv. þm. sagði, að við hefðum ekki bent á neina þjóð, þar sem fyrirkomulag samvinnumálanna væri eins og við óskuðum að hafa það. Ég hefi bent á Svíþjóð. Ég held, að þessum málum sé þar skipað á mjög svipaðan hátt og lagt er til í brtt. þeirri, sem hér hefir komið fram.