03.05.1938
Neðri deild: 60. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 716 í B-deild Alþingistíðinda. (1027)

46. mál, samvinnufélög

*Frsm. (Bergur Jónsson):

Þetta eru orðnar „teoretiskar“ umræður, og ég ætla ekki að lengja þær mikið. En út af því, sem hv. 2. þm. Reykv. sagði, að kosningar í búnaðarfélögum og samvinnufélögum væru sambærilegar, vil ég benda á það, að ef búnaðarfélögin fullnægja ekki þeim reglum, sem þeim eru settar af löggjafanum, þá getur landbrh. tekið það umboð af búnaðarfélögunum. sem þeim hefir verið trúað fyrir, og sett það undir sérstök stjórnarvöld. Það er geysimikið fé, mörg hundruð þúsund krónur, sem þessi félagsskapur er látinn fara með í umboði ríkisvaldsins, og skilyrðið fyrir því, að hann fái að gera það, er, að hann hlíti þeim reglum, sem löggjafinn setur um félagsskapinn. Það er ekkert hliðstætt að þessu leyti um samvinnufélagsskapinn. Um hann eru að vísu skiplagslög, til þess að félögin geti talizt rétt samvinnufélög og fengið skrásetningu sem slík, en þau fara ekki með umboðsvald af hálfu ríkisvaldsins, eins og búnaðarfélögin. Annars finnst mér ekki rétt að vera að eyða tíma þingsins í langar „teoretiskar“ umræður um þetta atriði. Það á frekar heima í málfundafélagi.