05.05.1938
Efri deild: 64. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 725 í B-deild Alþingistíðinda. (1052)

136. mál, gerðardómur í farmannakaupdeilu

Forseti (EÁrna):

Mér hefir verið afhent skriflegt nái. frá hv. allshn., þar sem því er fyrst og fremst lýst yfir, að hún hafi athugað málið og leggi til, að það verði samþ. með þeirri breyt. við 1. gr., að í stað orðsins „Eddu“ komi: Ísafoldar. Það hefir slæðst inn sú villa, þegar frv. var prentað, að þetta útgerðarfélag er þar kallað Edda, en það heitir Ísafold. Ég vil út af þessu taka fram, að það er mjög auðvelt að breyta þessu, án þess að samþ. sé um það brtt. Hefi ég átt tal um þetta við skrifstofustjóra Alþingis. Hinsvegar eru töluverð óþægindi að því að samþ. þessa till., því að málið þarf að fara til Nd. nú eftir stutta stund, en það er ekki hægt að leggja frv. fyrir d., nema að prenta það upp, eða a. m. k. að brtt. sé prentuð. Þetta tefur málið og veldur auk þess óþarfa kostnaði. Ég vil þess vegna taka fram, að það skal verða séð um, að þetta verði leiðrétt, þegar málið verður prentað í skjalaparti þingtíð. Vildi ég því skjóta því til hv. frsm. allshn., hvort n. sæi sér ekki fært, að taka brtt. aftur.