05.05.1938
Neðri deild: 63. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 732 í B-deild Alþingistíðinda. (1069)

136. mál, gerðardómur í farmannakaupdeilu

*Finnur Jónsson:

Það er ákaflega leitt, ef hv. 3. þm. Reykv. er móðgaður út af því að vera talinn kommúnisti. Ég taldi slíkt ekki fjarri sanni vegna þess, að hans till. er orðuð á sömu leið og till., sem hv. 1. landsk., form. Kommfl., flutti í Ed. á þskj. 452. Og þar sem vitað er, að Kommfl. á 2 fulltrúa hér í þessari deild, þá taldi ég ekki, að hv. 3. þm. Reykv. hefði tekið þetta upp hjá sjálfum sér, heldur gert það fyrir hönd flokksins og til að innsigla þá ágætu trúlofun, sem þegar af hans hálfu er undirbúin fyrir hans flokk. Ég styrkist því fremur í þessari trú. þar sem hv. 5. þm. Reykv. lýsti því yfir, að hann myndi greiða þessari till. atkv.

Fyrir hvers hönd ég tala hér, þarf ég ekki að svara. Ég tala fyrir hönd Alþfl., þess löglega Alþfl. hér á landi. Ég skal svo ekki fara út í þetta frekar. En það kemur sjálfsagt í ljós á sínum tíma, hvor hefir fylgi Alþfl., meiri hluti sambandsstjórnar og allir þm. flokksins eða 3. þm. Reykv.

út af þeim ummælum hans. að tillgr. sín væri nákvæmlega eins orðuð og er í lögum, þá ætla ég það sé sönnun fyrir því, að hún er þýðingarlaus. Þá vil ég benda hv. 3. þm. Reykv. á, ef hann hefir ekki tekið eftir því, þegar hann tók að sér að flytja till., að í hans till. er gert ráð fyrir því, að öll þau ákvæði í lögunum, sem miða að því, að settur sé á stofn gerðardómur, séu ákvæði á ný um, hvort kaup og kjör verði færð niður. Þetta gerir það að verkum, að till. hans hefir allt aðra meiningu en till., sem lögð var fram frá hæstv. forsrh.

Ég skal ekki fara neitt út í það að svara hv. þm. G.-K. nú. En ég vildi segja það í sambandi við eftirlaunasjóð félagsins, að það mætti helta algerlega dæmalaust. ef Eimskip, sem stundum er nefnt óskabarn þjóðarinnar, léti einstökum mönnum í stjórn þess liðast að hafa uppi nokkur mótmæli um það, að menn, sem búnir eru að slita sér út í þjónustu félagsins, fengju ekki að njóta þess stuðnings, sem sjóðnum er ætlað að veita þeim, heldur nota hann til kaupkúgunar við starfsmenn félagsins.