05.05.1938
Neðri deild: 63. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 734 í B-deild Alþingistíðinda. (1073)

136. mál, gerðardómur í farmannakaupdeilu

*Ólafur Thors:

Ég held, að hv. þm. Ísaf. hafi ekki reynt að skilja fyrirmæli þessara greina. Í 10. gr. stendur, að ef félagsstjórn álítur, að framkoma styrkþega brjóti í bága við hagsmuni félagsins, þá eigi styrkurinn að falla niður. Þá er það ekki á valdi félagsstjórnar að úrskurða, að styrkurinn falli ekki niður. Og Eimskipafélagsstj. er ekki þannig gerð, að hún geti með vilja sínum ákveðið, hvað hún álitur. Menn hafa skoðun, mydaða út frá skynsamlegu sjónarmiði, og það er ekki á færi nema einstakra manna að vera svo hjólliðugir, að þeir hafi þá skoðun, sem kemur bezt að hafa á hverjum tíma. Stjórn Eimskipafél. á að mynda sér álit út frá rökum og málefnislegri aðstöðu, hvort framkoma manna brjóti í bága við hagsmuni félagsins. Ef stjórnin álítur, að svo sé, þá eiga þeir samkvæmt reglugerðinni að missa sinn rétt. En þá er hægt að breyta þessu með ákvæði aðalfundar samkv. 14. gr. reglugerðarinnar. Svona liggur málið fyrir.