05.05.1938
Neðri deild: 64. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 735 í B-deild Alþingistíðinda. (1078)

136. mál, gerðardómur í farmannakaupdeilu

Sigurður Kristjánsson:

Að sönnu er ég þeirrar skoðunar, að deilur í atvinnumálum geti komizt á það stig, að þær geti ekki orðið leystar á siðaðan hátt, nema með gerð. En vegna þess að þetta mál er mál stjórnarflokkanna og hefir algerlega að tilefnislausu verið gert af þeim báðum að árásaretni á Sjálfstfl., en það er hinsvegar vitanlegt, að þessir sömu flokkar hafa hingað til kynt undir og hvatt til ófriðar um vinnu í landinu, þá segi ég: „Ber þú sjálfur fjanda þinn“, og greiði ekki atkv.