07.04.1938
Efri deild: 43. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 749 í B-deild Alþingistíðinda. (1148)

61. mál, ríkisborgararéttur

*Frsm. (Ingvar Pálmason):

Eftir að þetta frv. kom til n., en það er komið frá Nd., þá bárust n. umsóknir frá 6 mönnum um ríkisborgararétt. Þessar umsóknir höfðu sumar hverjar legið fyrir allshn. Nd., en þá hafði vantað nokkuð af gögnum, sem samkvæmt l. eiga að fylgja hverri umsókn, og vísaði því allshn. Nd. þeim umsóknum frá. Síðan þessar umsóknir bárust hingað til Ed., hefir n. haft þær til athugunar, og það hefir komið í ljós, að öll skilríki, sem l. ákveða, hafa verið í fullu lagi. Þó var það svo, að þegar nál. var gefið út, þá vantaði hegningarvottorð frá fæðingarlandi eins umsækjandans, Weisshappels, sem fæddur er í Austurríki, og höfðu farið á milli umsækjandans og dómsmrn. bréfaskipti út af þessu.

N. hefir athugað þetta mál, og þrátt fyrir það þótt þetta vottorð vanti, þá leggur n. til, að þessum manni verði veittur ríkisborgararéttur. En eftir að n. hafði skilað nál., þá barst henni þetta vottorð, og er það þess efnis, að þessi maður hafi í sínu föðurlandi hvorki sætt ákæru né verið hegnt fyrir nokkurt afbrot, svo að nú eru skjöl þessa manns í fullu lagi.

Ég þarf ekki að hafa þessi orð fleiri, að því er snertir þá umsækjendur, sem n. leggur til, að bætt verði inn í frv-., því að n. hefir gengið var rækilega í gegnum öll skjöl, og þar er fullnægt þeim skilyrðum, sem l. setja. En síðan nál. var skilað hefir borizt til n. umsókn, sem hv. þm. Vestm. flytur brtt. um, en hann óskar eftir því, að bætt verði inn í frv. manni, sem dvalið hefir í Vestmannaeyjum. Ég skal taka það fram, að ég hefi farið í gegnum skjöl þessa umsækjanda, en n. hefir ekki unnizt tími til að fara í gegnum þau. Þótt ég áliti, að öll skilríki þessa umsækjanda séu í fullu lagi, þá vil ég heldur mælast til þess við hv-. þm. Vestm., að hann taki brtt. aftur til 3. umr., svo að fyrir geti legið umsögn n. um hana.

Ég vil fyrir hönd n. leggja til. að frv-. verði samþ. með brtt. á þskj. 177, og ég vænti þess, að hv. þm. Vestm. fallist á að láta sína brtt. bíða til 3. umr. Ég hygg, að það þurfi ekki að valda neinum óþægindum fyrir hann, því að ég hefi farið í gegnum fskj., og ég fæ ekki betur séð en að n. muni mæla með því, að umsóknin verði tekin til greina. En þar sem n. hefir ekki öll átt kost á að kynna sér skjölin, þá þykir mér viðkunnanlegra, að þessi brtt. verði ekki borin undir atkv. nú.