09.04.1938
Efri deild: 45. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 751 í B-deild Alþingistíðinda. (1153)

61. mál, ríkisborgararéttur

*Frsm. (Ingvar Pálmason):

Við 2. umr. málsins lá fyrir brtt. við þetta frv. frá hv. þm. Vestm., en eftir tilmælum mínum var hún tekin aftur til 3. umr., og var ástæðan sú, að allshn. hafði ekki átt kost á að kynna sér skjöl þau, er fyrir lágu og fylgdu umsókninni. Að vísu hafði ég átt kost á að sjá skjölin, en n. í heild hafði ekki átt þess kost. Nú hefir n. athugað þessi gögn, og hún sér ekkert því til fyrirstöðu. að þessi brtt. verði samþ. og þessum manni verði veittur ríkisborgararéttur, og leggur því til að brtt. verði samþ.

Út af brtt. hv. 1. þm. Eyf. vil ég taka . það fram, að það er rétt hjá honum, að á þinginu 1935 lá fyrir umsókn um ríkisborgararétt frá þessum Valderhaug bakara í Dalvík, og ég minnist þess, að þar að lútandi plögg lágu fyrir hv. Nd., og ég sá þau. Sé ég ekki annað en að það væri eina ástæðan til þess, að umsókninni var vísað frá, að maðurinn hafði ekki dvalið nógu langan tíma hér á landi. en að öðru leyti munu skjöl hans hafa verið í fullu samræmi við það, sem krafizt er í l. í þessu efni. Ég geri ráð fyrir, að margir hv. þdm. muni eftir þeim umr., sem urðu um þetta atriði á fyrra þinginu 1937, og þá athugði n. einnig, hvort hægt væri að taka manninn upp í það frv., sem lá fyrir, en hún var á einu máli um það, að það væri ekki hægt, vegna þess að hann hefði þá ekki uppfyllt dvalaskilyrðið, en ég sé, að það hafa verið fleiri en frsm. n., Magnús sálugi Guðmundsson, sem litið hafa þannig á, að áður hafi legið fyrir sönnunargögn fyrir því, að ekkert væri því til fyrirstöðu, að þessi maður fengi ríkisborgararétt, þegar hann væri búinn að uppfylIa dvalarskilyrðið. Nú kemur það fram. eftir því sem hv. 1. þm. Eyf. heldur fram, að í ár er þessi maður búinn að uppfylla þetta 10 ára dvalarskilyrði, og það er einnig staðfest af umsögn Magnúsar heitins Guðmundssonar í þingræðu á þingi 1937.

Þetta er hálfgert leiðindamál. Það er dálítið leiðinlegt, að það skuli koma fyrir, þó að það megi að einhverju leyti gefa hv. 1. þm. Eyf. sök á því, að töluvert áríðandi skjöl glatist í þinginu, en ég býst við, að orsökin sé sú ein. að hv. þm. gætti þess ekki að láta skrásetja skjölin á skrifstofunni. Hann heldur því fram, að hann hafi afhent n. skjölin. (BSt: Það er viðurkennt). Þá er skiljanlegt, að þetta hafi getað komið fyrir, því að skrifstofan gengur alltaf eftir þeim skjölum, sem hafa borizt henni og liggja hjá n., en hún getur ekki gengið eftir þeim skjölum, sem ekki hafa borizt henni, og þá er hætt við, að þessi skjöl hafi lent með skjölum einhvers hv-. þm. í allshn. Nd. og flutzt burt úr þinginn. Héðan af má því telja, að það sé ógerningur að hafa upp á þeim. Það væri a. m. k. hrein tilviljun, ef það tækist.

Hinsvegar er það víst, að það kostar viðkomandi umsækjanda töluvert mikla fyrirhöfn og ef til vili fé líka, að afla sér þessara skjala aftur. Ég lít svo á, að það sé ekki nauðsynlegt, og það er vegna þess, að ég hefi sjálfur fjallað um málið áður. Það væri þá það eina, sem ástæða væri til, að fram yrði tekið á ný, að hann fengi nýtt hegningarvottorð, því að það er möguleiki fyrir því. að maðurinn hafi brotið af sér siðan 1935, en ég fyrir mitt leyti sé enga ástæðu til þess að hanga fast í því.

Allshn. hefir að vísu minnzt á þetta atriði, og það síðast í morgun, en hefir ekki tekið neina fasta ákvörðun, og ég geri ráð fyrir, að mér sé óhætt að lýsa yfir því, að nm. hafi þar alveg óbundnar hendur um atkvgr., en hinsvegar held ég, að það hafi ekki mikla þýðingu að taka málið af dagskrá nú. Ég held, að það verði ekki fengnar neinar frekari upplýsingar en nú liggja fyrir. Og ég fyrir mína parta er ákveðinn í að mæla með því, að brtt. verði samþ., m. a. vegna þess. að ég tel, að það sé nokkurskonar skylda, sem hvílir á þinginu, að láta þennan mann ekki verða fyrir sérstökum óþægindum vegna mistaka, sem hér hafa átt sér stað.

Ég skal láta þess getið, að ég álit, að það hafi enga þýðingu fyrir framgang frv., þótt málið sé tekið út af dagskrá nú, það þurfi ekki að tefjast svo mikið, en ég sé bara enga ástæðu til þess. Annars eru hér viðstaddir allshn.-menn, og ef einhver þeirra óskar eftir að fá málið aftur til athugunar, set ég mig ekki á móti því. [Fundarhlé.]

Eg byrja þá þar, sem frá var horfið áðan. Allshn. hefir í þriðja lagi borizt umsókn á milli umr. frá dómsmrn. um veiting ríkisborgararéttar. Maður þessi er 21 eins árs gamall, fæddur í Canada af íslenzkum foreldrum. Árið 1934 fluttist hann hingað til Íslands, ásamt foreldrum sínum og tveimur bræðrum, svo að fjölskyldan er nú öll búsett hér á landi.

Þar sem l. um veitingu ríkisborgararéttar mæla svo fyrir, að 10 ára búsetuskilyrðið skuli ekki gilda fyrir þá umsækjendur, sem eru fæddir af íslenzkum foreldrum, telur n., að rétt sé að verða við þessari umsókn, og því flytur hún hér skrifl. brtt. um það, að þessum umsækjanda verði bætt inn í frv.

Ég skal geta þess, að það eina, sem vantar á þessi skjöl, sem eiga að fylgja umsókninni, er hegðunarvottorð frá Canada. En þar sem umsækjandinn er ekki nema 17 ára. þegar hann flytzt til landsins, og þar sem fyrir liggja vottorð trúverðugra manna í Reykjavík um hegðun þessa manns, og einnig liggur fyrir vottorð um það frá viðkomandi yfirvöldum, að umsækjandinn hafi hvorki sætt ákæru eða verið hegnt fyrir lagabrot, þá telur n. þetta svo stórt atriði, að ekki beri að visa manninum frá.

Ég vil svo fyrir hönd n. afhenda hæstv. forseta þessa skrifl. brtt. um það, að viðkomandi manni verði bætt inn í frv.