08.04.1938
Efri deild: 44. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 765 í B-deild Alþingistíðinda. (1194)

59. mál, byggingar- og landnámssjóður

*Páll Hermannsson:

Í 12. gr. frv. eru tekin allgreinilega fram skilyrðin fyrir byggingarstyrkjum, og þær reglur virðast nokkurnveginn fullnægjandi. Þetta ákvæði 4. brtt. er með öllu óskylt, og ég sé ekki nauðsyn þess í lögunum.

Ég vil enn að nýju endurtaka þá till. mína, að n. taki 4. brtt. aftur til 3. umr. Ég álit það ekki samboðið virðingu þingsins að afgr. brtt., sem lagasmiðirnir sjálfir skilja á tvo vegu. Verði hv. nm. ekki sammála um breytingu og vilji þeir ekki taka till. aftur, álit ég það eina sjálfsagða fyrir deildina vera að fella hana.