03.05.1938
Sameinað þing: 24. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 279 í B-deild Alþingistíðinda. (121)

1. mál, fjárlög 1939

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég verð að segja, að ég hefi heyrt sitt af hverju í pólitískum umr. Þó blöskrar mér mest þær blekkingar, sem stjórnarandstæðingar flytja í þessum umr. Hv. þm. Snæf. og hv. 4. landsk. halda því blákalt fram, gagnstætt öllum staðreyndum og prentuðum skýrslum, að skuldir þjóðarinnar hafi hækkað um 20 til 30 millj. síðustu 2 til 3 árin.

Þetta eru tilhæfulaus ósannindi, og ég hefi hér í höndunum bréf frá hagstofustjóra, þar sem skýrir frá því, að í ársbyrjun 1935 og þangað til í árslok 1936 hafi þessar skuldir samkvæmt uppgjöri hagstofunnar hækkað um 6,6 millj. kr., eins og ég hefi margoft upplýst; og allt það, sem hv. þm. segir um þetta, er því tilhæfulaust. Það er hvergi, þótt leitað væri með logandi ljósi í áliti skipulagsnefndar, nefnt á nafn, að skuldirnar séu 105 millj. í árslok 1936. Skipulagsn. gerir skuldirnar upp í árslok 1935 og fær 10 millj. hærra en hagstofan á sama tíma, og þessum 10 millj. bæta þeir við skuldaaukninguna, sem kemur fram samkvæmt skýrslum hagstofunnar. Ég hefi rætt þetta mál alveg sérstaklega við hagstofustjóra, og hann álitur að breytingar, sem hagstofuuppgjörið sýnir, séu réttar; er þetta í samræmi við verzlunarjöfnuð og duldar greiðslur. Og ég skal viðurkenna, að mér gremst það, að hv. þm. skuli láta sér sæma slíkan málflutning. Ábyrgur maður í Sjálfstfl. lætur sér sæma að álita, að duldar greiðslur séu nálægt 14 millj. Er hv. þm. Snæf. að flíka því sem hann telur sig hafa úr trúnaðarbréfum frá bankaráði, sem þó eru tómar rangfærslur? Og frá hverjum fær hann þessar upplýsingar? Um duldu greiðslurnar er það að segja, að þær eru að meðtöldum afborgunum 10,5 millj. Mér finnst yfir höfuð vera hér deilt mjög undarlega um þetta mál. Eins og komið hefir greinilega fram í þeim upplýsingum, sem ég hefi gefið um þetta mál, að vanskilaskuldir, sem liggja fyrir í bönkum landsins, stafa ekki af því, að hafi verið gefnar neinar rangar upplýsingar, og það veit hv. þm. Dal. vel og aðrir. En það hefir ekki ennþá tekizt að vega upp verzlunarhallann frá 1931 og 1935, og þaðan af siður þær 2 millj., sem söfnuðust af vanskilum íslenzkra innflytjenda, móti því, sem fest er á vöruskiptareikningnum undanfarið. Þetta veit hv. þm. og flytur þetta á móti betri vitund til þess að blekkja hlustendur í útvarpinu. Alveg af sama toga eru spunnar blekkingarnar, sem hv. þm. A.-Húnv. og Snæf. og hv. 4. landsk. þm. ætla að reyna að koma inn hjá þjóðinni, að rangt séu upp e:erðar ríkisskuldirnar, af því að skuldir ríkisstofnananna hafi vaxið nokkuð síðastl. ár. Á móti þessum skuldum ríkisstofnananna standa ýmsar vörubirgðir og beinlínis peninga-inneign í bönkum vegna yfirfærsluvandræða. Að læða því inn hjá hlustendum í útvarpinu, að fjárhagurinn hafi versnað tilsvarandi þessum skuldum, er vitanlega ekkert annað en vísvitandi blekkingar, eins og hv. þm. hafa látið sér sæma í þessum umr. Og ennfremur telja þeir í þessu uppgjöri lán, sem nemur 750 þús. kr., sem alis ekki var búið að taka fyrir áramót — og það vissu þeir vel — til að stækka útvarpsstöðina. Og ég verð að segja það, að mér finnst það meira en lítill loddaraleikur, sem þessir hv. þm. hafa hér viðhaft frammi fyrir alþjóð manna með því að gefa allar þessar röngu upplýsingar, sem eru — og það er það sorglegasta af því öllu saman — flestar visvítandi rangar.

Hv. þm. Dal. sagði, að niðurstaðan hjá okkur viðvíkjandi greiðslujöfnuðinum við útlönd hefði verið verri heldur en á þeim árum, sem hann átti sæti í ríkisstjórninni, þrátt fyrir það, að ég hefði sagt, að eitt aðalhlutverk núverandi ríkisstj. væri það að bæta verzlunarjöfnuðinn. Þetta er algerlega rangt. Verzlunarjöfnuðurinn hjá samsteypustjórninni 1932, sem þeir stjórnuðu ekki nema hálft árið, var hagstæður um 10 millj. kr., enda voru þá í landinu miklar vötubirgðir frá 1930–31. 1933 var verzlunarjöfnuðurinn hagstæður um 21/2 millj. kr., m. ö. o. verulegur greiðsluhalli. En 1934 var hann óhagstæður um 4 millj. kr., hvorki meira né minna, eða a. m. k. 10–11 millj. kr. halli á greiðslunni við útlönd, þótt ekki séu faldar með afborganir af föstum lánum. Þannig skildi sú stj. við, sem hv. þm. Dal. átti sæti í. Það situr því ekki verr á nokkrum þm. heldur en honum að tala eins og hann gerir nú í þessu máli.

Síðan 1935, eftir að Spánarmarkaðurinn lokaðist, hefir aftur á móti tekizt að færa þetta þannig til horfs, að 1935 var verzlunarjöfnuðurinn hagstæður um 2 millj. kr., og hefir síðan orðið hagstæðari og hagstæðari með hverju árinu, þannig að hann hefir á þessu tímabili að meðaltali verið 5300000 kr., eða hvorki meira né minna en það, að verzlunarjöfnuðurinn, þrátt fyrir lokun Spánarmarkaðarins, hefir verið bættur um 11 millj. kr. frá því, sem hann var á þeim tíma, sem hv. þm. Dal. hékk við þessi mál. Og það eru ekkert nema blekkingar hjá þessum hv. þm., þegar hann heldur því fram, að það sé ekki samsteypustj., sem ber ábyrgð á afkomu ársins 1934, því að hún sat fram yfir mitt árið og var þá þegar búin að gefa út lauta af innflutningsleyfum ársins. — Sama er að segja, ef maður tekur umframgreiðslurnar. Síðasta árið, sem hv. þm. Dal. átti sæti í ríkisstj., voru þær 5200000 kr., og fyrstu árin eftir að við tókum við stj., þurftum við að vera að greiða loforð, sem þessi hv. þm. hafði skilið eftir sig í stjórnarráðinu. Það hefir sem sagt enginn íslenzkur ráðh. skilið við sitt bæli í stjórnarráðinu með öðrum eins endemum og þessi hv. þm., og er það því að bíta höfuðið af skömminni, að þessi hv. þm. skuli koma hér fram og gera sig breiðan yfir því, að á þeim tímum, sem verið hafa síðan hann sat í ríkisstj. hafi ekki fyllilega tekizt enn að vega upp þau vandkvæði, sem hann stofnaði til, og á ég þar fyrst og fremst við verzlunarjöfnuðinn 1934 og umframgreiðslur sama árs.

Hv. þm. Snæf. og eins hv. þm. Dal. hafa talað hér um það, að ef þeirra stefnu hefði verið fylgt í gjaldeyris- og viðskiptamálum, þá hefði ekki þurft að taka 12 millj. kr. lán, og að þá hefði verið hægt að lækka skuldirnar um 4–5 millj kr. árlega. Og hafa sjálfstæðismenn í þessu sambandi vitnað til áranna 1924–27. Ég skal nú nefna nokkrar tölur til að sýna, hvort hér sé um nokkuð sambærilegt að ræða. — Fiskverðið 1921–27 var frá 100–190 kr. per skpd. og aflinn að meðaltali 50 þús. tonn, en meðalverðið nú á seinni árum hefir verið 70–80 kr. og meðalafli 20-28 þús. tonn. Úflutningur saltfiskjar var á þessum 4 árum 96 millj. kr. hærri heldur en hann hefir verið undanfarin 3 ár. En hvernig var svo útkoman í viðskiptunum við útlönd á þessum eindæma góðærum. Niðurstaðan var sú, að þau 2 ár, sem Sjálfstfl. réð þessum málum einn, 1925–26, hækkuðu skuldirnar við útlönd samkvæmt skýrslum hagstofunnar um 9 millj. kr. M. ö. o. það var tekið lán til þess að mæta afborgunum af öllum föstum lánum þessi 2 ár, og þar að auki fluttar inn 9 millj. kr., þó að á þessu tímabili væri fluttur út saltfiskur fyrir 24 millj. kr. meira á ári heldur en undanfarin 3 ár.

Þetta er nú það, sem hv. sjálfstæðismenn eru að vitna til og á að vísa manni leiðina um það, að Sjálfstfl. hefði verið þess megnugur að koma í veg fyrir gjaldeyrislántöku. — Hvert mannsbarn á landinu veit, að á þessu tímabili gerði Sjálfstfl. nánast ekkert annað en að hirða þá peninga, sem inn fluttust í góðærinu. Og hvernig halda menn, að ástandið væri nú, ef undanfarin 3 ár hefði verið fylgt þessari sömu stefnu, og á hvað bendir sú stefna hv. stjórnarandstæðinga í fjármálunum nú? Bendir hún til þess, að niðurstaða þessara mála væri betri, ef þeir hefðu fengið að ráða? Hverri einustu niðurfærslu hefir verið mætt af fullum fjandskap af þessum flokkum, og þeir hafa alltaf krafizt þess, að meira væri flutt inn heldur en leyft hefir verið. Og þeir tala nú um vanskilaskuldir, en þeir hafa í raun og veru heimtað, að þær væru miklu meiri, og meira að segja nú þessa sömu dagana, sem þeir eru að tala um vanskilaskuldirnar, eru þeir að heimta af okkur meiri innflutning heldur en við viljum leyfa og láta blöð sín stöðugt róa á okkur út af því.

Það er nú kannske til of mikils mælzt, að spyrja þessa hv. þm., sem hér tala fyrir Sjálfstfl., hvaða úrræði það eru, sem þeir vilja hallast að í þessum efnum. Og hvaðan kemur þeim kraftur til þess að halda því fram, eftir allt sem á undan er gengið, að þeir hefðu getað greitt niður fastar afborganir af öllum skuldum og lækkað þær árlega um 41/2 millj. kr. Og ég verð að segja það, að þeim mönnum, sem að meira eða minna leyti bera ábyrgð á því, að á árunum 1925–1934, þrátt fyrir eindæma góðæri, var helmingi óhagstæðari verzlunarjöfnuður heldur en nú á síðustu 3 árunum, þrátt fyrir lokun Spánarmarkaðarins, og koma svo fram hér á Alþ. og dæma okkur, sem stöndum fyrir siðari niðurstöðunni, er ekki klígjugjarnt?