07.05.1938
Neðri deild: 67. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 807 í B-deild Alþingistíðinda. (1284)

57. mál, eftirlit með skipum

*Frsm. (Finnur Jónsson):

Við höfum í sjútvn. athugað nokkuð brtt. hv. 5. landsk. og orðið sammála um að leggja til, að þær yrðu felldar. Það horfir svo þessu máli, elns og ég hefi skýrt frá áður, að það hefir verið undirbúið alveg sérstaklega af skipaskoðunarstjóra og fulltrúum sjómanna. Í frv. eru mörg atriði, sem horfa til bóta um skipaskoðun. Nú höfum við litið svo á í sjútvn., að breyt. séu í fyrsta lagi óþarfar, því að öryggi sjómanna myndi vera fyllilega tryggt með því, sem sett er í lögin. Í öðru lagi höfum við óskað eftir, að ekki verði sérstakar breyt. á þessu frv. lagðar fram nú, þar sem það er orðið svo áliðið þings. Ef yrði farið verulega að hreyfa við því, gæti það orðið til þess, að frv. kæmist ekki fram á þessu þingi. sem sjómenn leggja mjög mikla áherzlu á.

Brtt. hv. þm. A.-Húnv. höfum við að vísu ekki tekið til athugunar í n. En einmitt þessi athugun um laun aðstoðarmanns kom til greina nokkuð við umr. um frv., og þótti n. einkennilegt að ákveða, að laun aðstoðarmanns skyldu geta komizt upp í laun skipaskoðunarstjóra. En eftir að ég hafði átt tal við skipaskoðunarstjóra og fengið upplýsingar hjá honum um þetta mál, var n. á einu máli um það, að breyta ekki þessu ákvæði. Það gegnir sama máli um brtt. hv. þm. A.-Húnv. eins og brtt. hv. 5. landsk., að það gæti vel farið svo, ef farið yrði að gera verulegar breyt. á þessu frv., að það kæmist ekki fram, vegna þess, hve áliðið er þingtímans. Og ég leyfi mér þess vegna fyrir hönd sjútvn. að leggja á móti öllum þessum breyt. af þeirri ástæðu.