02.05.1938
Neðri deild: 59. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1034 í B-deild Alþingistíðinda. (1396)

124. mál, ellistyrktarsjóðir sveitar- og bæjarfélaga

*Flm. (Bjarni Ásgeirsson):

Frv. þetta er að nokkru leyti flutt að tilhlutun Söfnunarsjóðs Íslands.

Svo er mál með vexti, að ellistyrktarsjóðirnir hafa verið lagðir inn í aðaldeild sjóðsins. Samkv. l. sjálfum. má ekki greiða úr aðaldeild sjóðsins nema helming vaxta. Nú var á síðasta þingi gerð sú breyt. á um ellistyrktarsjóðina, að skylt var að greiða til sveitarsjóðanna alla vexti. En með því að það kemur í bága við l. Söfnunarsjóðs, þá álítur stjórn hans, að rétt sé að gefa þeim heimild til að fylgjast með l. í útborgunardeild sjóðsins og telur þá hentugast, að Tryggingarstofnun ríkisins taki við þeim. En með því að sjóðurinn hefir bundið allt þetta fé í lánum og skuldbindingum, getur hann ekki greitt þetta út, nema hann fái heimild til að greiða það í verðbréfum. Þetta hefir verið borið undir forstjóra Tryggingarstofnunar ríkisins, og hefir hann fyrir sitt leyti samþ. þetta, enda er hann meðflm. minn að þessu frv.

Ég vil leyfa mér að leggja til að frv. sé að þessari umr. lokinni vísað til 2. umr. og allshn.