09.04.1938
Neðri deild: 45. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1045 í B-deild Alþingistíðinda. (1466)

32. mál, lífeyrissjóður ljósmæðra

*Frsm. (Finnur Jónsson):

Út af útreikningum tryggingarstofnunar ríkisins vil ég geta þess, að frv. var sent henni til umsagnar 1933, og taldi forstöðumaður hennar þá vera mjög gætilega. Síðan frv. var endurskoðað, hefir tryggingarstofnunin enn haft það til athugunar. Það eina, sem ástæða gæti verið til að óttast, er, að ekki verði handbært fé fyrir hendi í sjóðnum fyrstu árin. En þess er að geta, að tekjur hans fyrstu árin eru 10000 kr. úr ríkissjóði og þar til iðgjöld lögskipaðra ljósmæðra, um 3850 kr., eða alls um 13850 kr. á ári. — Þar sem gert er ráð fyrir, að lífeyrissjóður ljósmæðra taki að sér að greiða eftirlaun ljósmæðra eftir núgildandi fjárlögum (persónufjárveitingar), sem munu nema 8300 kr., og auk þess hluta ríkissjóðs af eftirlaunum ljósmæðra samhv. ljósmæðralögum, rúmi. 2000 kr., eða samtals rúml. 10300 kr., ætti að verða afgangs handa ljósmæðrum, sem bætast við á eftirlaun, nálægt 3550 kr. Og hvort það nægir til að greiða þau eftirlaun, sem við bætast, fer eftir því, hvað margar ljósmæður láta af störfum á fyrstu árum sjóðsins. Þó er þess að gæta, að ekki er ætlazt til, að sjóðurinn taki til starfa fyrr en í fyrsta lagi 1. jan. 1910, og þá eiga að vera greidd inntökugjöld til sjóðsins fyrir 1938 og 1939. — Eftir því áliti tryggingarstofnunarinnar, sem hér liggur fyrir, að dæma, ætti ekki að vera þörf á að taka fram, að lífeyrissjóðurinn eigi að taka að sér þennan hluta af tryggingarsjóði ljósmæðra, sem áður hefir verið greiddur úr ríkissjóði.