11.05.1938
Efri deild: 71. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1065 í B-deild Alþingistíðinda. (1517)

89. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

*Erlendur Þorsteinsson:

Ég þarf ekki miklu að svara nú, því að hv. þm. S.-Þ. var tiltölulega hógvær í sinni ræðu.

Um þær brtt., sem fram hafa komið, get ég lýst yfir því sem minni skoðun, að ég get fallizt á þær, hvora þeirra sem væri, og tei brtt. hv. 1. þm. Eyf. ekkert verri. Eins og ég hefi áður tekið fram, er það ekki meining okkar Alþfl.manna, og hefir aldrei verið, að þessi heimild yrði misnotuð, og mundi það ekki hafa verið gert, þó að þessi varnagli hefði ekki verið settur, því að það er ekki og hefir ekki verið venja að hlaupa með varamenn inn í mál, þó að aðalmenn hafi verið fjarverandi um stundarsakir.

Þá var af tveimur hv. þm. verið að tala um, að það mætti ekki dreifa ábyrgðinni, af þeim hv. þm. S.- Þ. og hv. þm. Vestm. Það kemur nú úr hörðustu átt, þegar þessir menn tala um slíkt, þegar þeir eru búnir að fjölga stjórnarnefndarmönnunum í stjórn síldarverksm. úr 3 og uppi í 5, og þeir eru að gera sínar ráðstafanir til þess með því, að dreifa ábyrgðinni, ef svo mætti segja.

Hv. þm. S.- Þ. var að fala um, að ég hefði áður verið í betri flokki en ég er nú. Mér er ekki ljóst, við hvað hann á, því að ég hefi aldrei verið í öðrum stjórnmálaflokki, og það á vitanlega ekkert skylt við þá hugarfarsbreytingu, sem orðið hefir hjá hv. þm. í seinni tíð og hv. 10. landsk. vildi kannske vitna um, ef á lægi.