08.03.1938
Neðri deild: 17. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1067 í B-deild Alþingistíðinda. (1526)

47. mál, laun embætissmanna

*Gísli Sveinsson:

Á þskj. 56 hefi ég borið fram brtt. ásamt hv. þm. Dal. og hv. 1. þm. Rang., þess efnis, að að því er prestana snertir verði alveg hliðstæðu atriði bætt við það, sem frvgr. á þskj. 54 fer fram á. Það er kunnugt, að ekki síður en lækna vantar í ýms héruð, þá vantar líka presta í prestaköllin, og þau ekki fá. Ýmsir þeir menn, sem hafa stundað guðfræðinám, vilja ekki ganga þann veg, að fara í þjónustu kirkjunnar. Það er löngu kunnugt um prestana, að bað er ekki nein leið fyrir þá að draga fram lifið með sómasamlegum hætti með þeim launum, sem þeim eru greidd, þegar þeir eru komnir í þjónustu kirkjunnar. Sérstaklega á þetta við hina ungu presta, sem hafa komið skuldugir frá námi og sumir stofnað til fjölskyldulífs snemma, sem ekki er að lasta. Þeir hafa setið við sultarkost alveg ósæmilegan.

Það er af nauðsyn, að þau hvortveggja ákvæði koma fram, sem hér um ræðir. Það má benda á, að það er í rauninni dálítið óviðkunnanleg nauðsyn að þurfa að breyta þeirri reglu, sem annars er sanngjörn, að þeir, sem hafi þjónað um árabil, fái sína uppbót eins og l. ætlast til, en nú er svo komið, að byrjunarlaunin eru enganveginn fullnægjandi til þess að þeir, sem annars eiga úrkosta, vilji við þeim líta.

Ég skal svo ekki fara frekar inn á þetta mál. Brtt. er fram komin til þess að hún fljóti með til 2. umr. og að n., sem fær málið til meðferðar, taki hana upp með sama velvilja sem ég býst við, að frv. sjálft fái að njóta hjá hv. n. og siðar hjá hv. Alþ.