06.05.1938
Neðri deild: 66. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1069 í B-deild Alþingistíðinda. (1536)

47. mál, laun embætissmanna

Vilmundur Jónsson:

Ég skal gefa þá skýringu fyrir mitt leyti, að sem flm. hafði ég hugsað mér, að skilja ætti l. eins og hæstv-. ráðh. talaði um. að þau kæmu til framkvæmda jafnóðum og héruðin yrðu veitt, en ekki hækkuð laun þeirra, sem þegar sitja í embættum, enda margir þeirra þegar komnir í hæsta launaflokk. Hve mörg þessi héruð verða veitt á þessu ári, veit ég ekki. Svo getur farið að ekkert verði veitt, en ég hefi þó vonir um tvö.