06.05.1938
Neðri deild: 66. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1069 í B-deild Alþingistíðinda. (1537)

47. mál, laun embætissmanna

*Frsm. (Sveinbjörn Högnason):

Ég vil gefa þá skýringu, að þessi brtt. mín viðvíkjandi prestunum er ekki miðuð við þann skilning, sem hæstv. ráðh. lét í ljós, en að þeir, sem fengið hafa embætti, fengju uppbótina strax, enda er það eðlilegt, en ekki að menn, sem byrja í embættum. fengju full laun, meðan þeir, sem þegar eru byrjaðir, hefðu ekki nema ca. 3/4 fullra launa. Þá myndu þeir auðvitað sækja úr embættunum í þau, sem veita á að nýju. Ég miðaði mínar upplýsingar við það, að allir fengju strax fulla aldursuppbót og l. gengju í gildi.