06.05.1938
Neðri deild: 66. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1070 í B-deild Alþingistíðinda. (1539)

47. mál, laun embætissmanna

*Gísli Sveinsson:

Herra forseti! Ég skal ekki lengja umr. mikið. Ég hefi með öðrum hv. þm. flutt brtt., sem ætlað er að koma inn í frv. sem annað meginatriði þess, ákvæðið um prestana. Ég leit svo á, að skilja mætti það á hvorn veginn, sem vera skal, að það ætti aðeins við þá presta, sem fá veitingu fyrir brauði eftir að l. ganga í gildi, en hitt liggur líka eins beint fyrir, eftir því, hvernig brtt. er orðuð, að allir prestar, sem þegar eru komnir í embætti, komi undir ákvæði l. og fái fulla aldursuppbót þegar í stað þegar l. koma til framkvæmda. Er að heyra á hæstv. ráðh., að hann telji stj. heimilt að láta þeim prestum, sem ekki eru þegar komnir á þann aldur, að þeir hafi fengið uppbótina, hana í té að fullu. Með þessum skilningi ráðh. tel ég málinu vel borgið, og vil vona, að ekki þurfi að gera upp milli presta og lækna.

Hv. fjhn. hefir skotið inn brtt. á þskj. 361. viðauka við brtt. á þskj. 56, um að láta fara fram athugun á samsteypu prestakalla, sem spari ríkissjóði svipaða upphæð og ætlazt er til, að hann greiði samkv. ákvæðum þessa frv. Skal ég ekki fara nánar út í það mál. Mun ég fylgja till., svo framarlega sem samþ. verði brtt. mín á þskj. 371, og vona ég, að hv. frsm. n. geti tekið við þeirri brtt. eins og hún hefði komið frá n. sjálfri, og vildi ég óska, að hann léti það í ljós.