06.05.1938
Neðri deild: 66. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1070 í B-deild Alþingistíðinda. (1540)

47. mál, laun embætissmanna

Vilmundur Jónsson:

Ég er þakklátur fyrir þennan frjálslynda skilning hæstv. fjmrh. á frv., og mun ég ekki mótmæla honum, þótt ég flytti frv. með nokkuð öðrum skilningi, og hefði ekki hugsað mér, að bætt yrðu laun þeirra lækna, sem þegar sitja í þessum embættum. Ég flutti frv. sem neyðarráðstöfun, í því skyni, að hin fámennustu læknishéruð þyrftu síður að standa óveitt árum saman. Mun ég þá feginn taka aftur minn skilning á frv., eftir að hafa heyrt hina frjálslyndu túlkun hæstv. ráðh.