03.05.1938
Neðri deild: 60. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1081 í B-deild Alþingistíðinda. (1589)

126. mál, vatnalög

Atvmrh. (Skúli Guðmundsson):

Frv. um þessa viðbót við 46. gr. vatnalaga frá 1923 er flutt eftir beiðni landþurrkunarfélags Þykkvabæjar í Rangárvallasýslu, sem var veitt fé til þess að koma upp samáveitu á Safamýri, en þarf ábyrgð sýslunefndar til þess að geta fengið nauðsynlegt fé til þessara framkvæmda. Er því í þessu frv. svo ákveðið, að ef sýslunefnd tekur að sér að ábyrgjast slíkt lán, þá hafi sýslusjóður tryggingu í þeim jörðum, sem á áveitusvæðinu eru og áveitunnar njóta, þó þannig. að laust sé til frjálsra afnota fyrir jarðeigendur sem svarar 3/5 virðingarverðs hverrar jarðeignar, samkv. mati áður en áveitufyrirtækið var hafið. Það má geta þess, að alveg hliðstætt ákvæði var í l. um Flóaáveituna frá 1917.

Ég sé ekki ástæðu til að hafa um þetta fleiri orð, en vil mælast til, að frv. verði vísað til 2. umr., þegar þessari er lokið, og til landbn.