07.05.1938
Neðri deild: 67. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1082 í B-deild Alþingistíðinda. (1592)

126. mál, vatnalög

Frsm. (Steingrímur Steinþórsson):

Landbn. hefir orðið sammála um að mæla með, að frv. verði samþ. N. telur sjálfsagt að heimila sýslunum í svona tilfellum að ganga í ábyrgð fyrir lánum, sem nota á til að standa straum af kostnaði við samáveitu. Sá n. enga áhættu því samfara. Frv. er sérstaklega fram borið vegna framkvæmda á þessu sviði, sem verið er að gera í Rangárvallasýslu af landþurrkunarfélagi Safamýrar. Mér er kunnugt um, að þetta er eitt hið mesta þarfafyrirtæki fyrir það byggðarlag, sem að því stendur, og verður að telja sjálfsagt að styðja það. Vænti ég, að hv. d. verði sammála hv. landbn. um, að frv. beri að samþ. eins og það liggur fyrir.