09.05.1938
Efri deild: 69. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1147 í B-deild Alþingistíðinda. (1697)

102. mál, skattgreiðsla útgerðarfyrirtækja botnvörpuskipa

Bernharð Stefánsson:

Það er langt frá því, að ég vantreysti hv. frsm. n. til þess að standa fyrir hennar máli. Samt þykir mér ástæða til að gera grein fyrir afstöðu minni sem nm., og þá sérstaklega til eins atriðis, sem hér bar á góma. Þetta frv. er um skattgreiðslu úfgerðarfyrirtækja íslenzkra botnvörpuskipa, og það liggur ákaflega nærri, eftir því sem frv. er nú, að skilja það svo, að eingöngu sé átt við útgerð þessara fyrirtækja, því að svo miklu leyti, sem eitthvert félag kann að reka fleiri atvinnugreinar, er það ekki útgerðarfyrirtæki. Ég tel því það í raun og veru ekki orka tvímælis, að með þessum ákvæðum sé eingöngu átt við útgerð. Nú hefir þetta verið dregið í efa í umr. og talið, að þessi ákvæði mundu eiga við þau fyrirtæki í heild, sem bæði reka útgerð og aðrar atvinnugreinar, og út af því hefir hv. 1. þm. N.-M. flutt brtt. á þskj. 479, til þess að taka af öll tvímæli um það, að eingöngu sé átt við útgerð. Í fyrsta lagi er það að segja um þessar brtt. hv. þm., að ef ætti með skýrum ákvæðum l. að gera þetta tvímælalaust með öllu, frekar en frv. gerir sjálft, þá eru till. tæplega fullnægjandi, því þótt þær breyti orðalagi á nokkrum stöðum um þetta í þá átt, er það tæplega á öllum þeim stöðum, sem þyrfti að vera.

Í öðru lagi vildi ég mega benda hv. d., og sérstaklega hv. 1. þm. N.-M., á 4. gr. frv., eins og það er nú orðað, þar sem svo er ákveðið, að fjmrh. setji nánari reglur um framkvæmd þessara l. Ég álít tvímælalaust, að fjmrh. hafi heimild til þess, og það hefir fulla stoð í þessum l., að setja þau ákvæði, að þetta snerti aðeins útgerðarfyrirtæki. Ég tei því ekki þörf að samþ. þessar brtt. á þskj. 419, og kemur í frv. samskonar eða svipuð ákvæði og 1. þm. N.-M. vill fá sett inn í frv., verður að setja það inn í þá reglugerð, sem um þetta verður sett. Að hinu leytinu er á það að líta, að það er nú orðið mjög áliðið þingtíma, svo héðan af verður hverju frv., sem til meðferðar er á þingi, betur borgið á þann hátt, að gerðar séu á því sem minnstar breytingar þótt þessar breyt. kynnu að vera heppilegar, þá er ekki öruggt um, að þær drægju ekki til fleiri breytinga. Úr því að hv. þm. færu að gera breyt., gæti svo farið, ef þær yrðu samþ. hér í d., að Nd. sæi sig til neydda formsins vegna, þó ekki væri til annars, að breyta frv. nokkuð aftur, og sendi það svo aftur hingað til Ed. Og gæti þá svo farið, að framgangur þess væri óviss. Þá vil ég benda þessum sama þm. á, að það er áreiðanlega misskilningur, sem kom fram hjá honum, þar sem hann tók dæmi af firmum og fyrirtækjum, sem hafa staðið sig vel undanfarið, að þau hafi haft ágóða og borgað tekjuskatt o. s. frv. Frv. eins og það er nú,'eins og því var breytt við 2. umr., á alls ekki við þessi félög. Það er því eingöngu tap, sem þessi félög hafa beðið, sem má draga frá. Þetta á við elns og frv. var borið fram, en þessi rök eiga alls ekki við hér.

Ég skal svo ekki orðlengja þetta frekar. En út af þeim brtt., sem hv. þm. Vestm. hefir borið hér fram á þskj. 482, vil ég segja, að í sjálfu sér er það hæpin braut fyrir löggjafarvaldið, sem hér er lagt inn á viðvíkjandi botnvörpuskipum, að fara að gera sérákvæði um skattgreiðslu einstakra fyrirtækja í landinu, þó að ég fyrir mitt leyti fallist á, og ég býst við að flokkurinn, sem ég tilheyri, fylgi því, að gera það í þessu tilfelli með botnvörpuskipin sérstaklega, vegna þeirrar þrengingar, sem þau atvinnufyrirtæki eiga nú við að stríða. En vitanlega er það hæpin braut samt. En að fara þó að gera þetta viðtækara, held ég sé þó ennþá varasamara og bágt að segja, hvar þá á staðar að nema. Ég hygg, að það væri þá fullt eins mikil ástæða til þess, að bændur landsins kæmu á eftir og aðrir atvinnurekendur yfirleitt og sömu reglur yrði þá að taka upp fyrir alla framleiðendur landsins. Það gæti vitanlega verið fullkomin ástæða til þess, það skal ég játa, að láta aðra reglu gilda fyrir framleiðendur heldur en þá, sem hafa tekjur sínar t. d. af launum. En ég hygg, að það verði nú ekki tími til hér á þingi að ræða það mál til hlítar, að komast að fastri niðurstöðu um það. Málinu mun undir öllum kringumstæðum verða betur borgið með því að þessar till. hv. þm. Vestm. verði ekki samþ. hér. Teldi ég í raun og veru langbezt, að þær væru teknar aftur.