09.05.1938
Efri deild: 69. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1149 í B-deild Alþingistíðinda. (1699)

102. mál, skattgreiðsla útgerðarfyrirtækja botnvörpuskipa

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti! Ég bið hv. dm. að taka vel eftir því, að hv. 1. þm. Eyf. leggur í þetta frv. þann skilning, að það þurfi túlkun ráðh. að koma til, til þess að ekki öll stærstu útgerðarfyrirtæki séu undanþegin eða fái þau fríðindi, sem þetta frv. ætlast til. En hv. 1. þm. Reykv. undirstrikar, að hann leggi þann skilning í frv., sem orðin hljóða um. (MJ: Er það ekki réttur skilningur?). Hann talar ekki um að reyna að finna annan skilning á því, eins og hv. 1. þm. Eyf., sem ætlast til, að ráðh. túlki í reglugerðinni, heldur að framkvæma frv. eins og það hljóðar. Og hvað sannar nú betur, að þörf sé á brtt. minni en þetta? Þetta sýnir það alveg greinilega svart á hvítu. því ekki þarf að efa, að n. er alls ekki sammála um það, sem hún er að flytja. annar þm. ætlast til, að ekki sé annar rekstur útgerðarfyrirtækja skattfrjáls og útsvarsfrjáls eftir þessum lögum heldur en útgerðin sjálf. Ég held, að hann sé með hugann norður í Glæsibæjarhreppi og útsvar Kveldúlfs á Hjalteyri. Annars er meining frv. eins og það liggur fyrir, að leggja ekki útsvar á útgerðarfyrirtæki. Þetta er svo augljóst mál og sannar betur en allt annað þörfina á minni brtt., svo skorið sé úr um það, að hér sé eingöngu átt við sjálfa útgerðina, en ekki annan rekstur þessa fyrirtækis. Hv. 1. þm. Eyf. var að tala um það, að þessar brtt. mínar væru ekki nægar. Það væri fleira, sem þyrfti að breyta í samræmi við þær, til þess að þær kæmu að fullum notum. Ég skal nú ekki fullyrða um það, en ég hygg, að þess sé ekki þörf. En ég vildi gjarnan fá að vita það hjá hv. 1. þm. Eyf. og hv. 1. þm. Reykv., sem báðir tala um þetta, hvað það sé fleira, sem þarf að breyta. Það er talað um tap á útgerðarfyrirtækjum í 1. gr. Þetta er nefnt í einu orði. Svo er ekki talað um það frekar í 1. gr. Það er talað um að draga frá skattskyldum tekjum 90% af þeirri fjárhæð, sem í heild leggur í varasjóð- En hvað er þá um það að segja, ef í fyrirtækinu feist líka verzlun eða búskapur og ekki sérstaklega sundurliðað? Svo þegar kemur að útsvarinu, þá vil ég gera það alveg ljóst, að heimilt sé að undanskilja þann hluta útsvarsins, setu annars er lagt á sjálfa útgerðina.

Það þýðir, að Hafnarfjörður megi leggja útsvar á útgerðarfyrirtæki, sem reka verzlun, en leggja það á ágóðann af verzluninni, en ekki 4 kr. á hverja lifrartunnu, eða 2% á ísfiskinn. Þetta er alveg ljóst og án alls vata í minni till En annars hygg ég. að það þurfi alveg sérstaka túlkun, eins og hv. I. þm. Eyf. var að fala um, og til þess að yfirleitt sé mögulegt að hugsa sér, að ráðh. geti sett reglugerð, sem fari að liða sundur rekstur útgerðarfyrirtækisins, þegar skýlaust stendur í 1. gr. „þeirra“, það er „útgerðarfyrirtæki“, þar sem talað er um heimildina til að draga tap frá skattskyldum tekjum. Ég tel mjög vafasamt, hvort nokkur stoð er fyrir því að gera þetta í reglugerðinni. Þess vegna er svo langt frá, að ég taki mínar till. aftur, og ég hefi gaman að sjá, hverjir það eru, sem ekki vilja taka fram um þetta, að menn geti ekki komið ágóðanum undan í hlutabréfum, og taki hærri laun til sjálfra sín o. s. frv.