11.05.1938
Neðri deild: 73. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1154 í B-deild Alþingistíðinda. (1714)

102. mál, skattgreiðsla útgerðarfyrirtækja botnvörpuskipa

*Einar Olgeirsson:

Ég ætla ekki að lengja umr. um þetta mál. Ég hefi áður lýst afstöðu okkar kommúnista til þess máls, og við erum eins á móti því, þó að brtt. sú, sem fram hefir verið borin hér, verði samþ.

Nú sé ég, að hv. fjhn. hefir komið með brtt. við frv., sem gengur í sömu átt og okkar till., eftir að Ed. hefir fellt samskonar brtt., sem ég hafði borið fram. Þess vegna var mér ljóst, að ekki var hægt að koma með brtt. til þess að breyta þessu frv., svo til batnaðar væri, án þess að fella það. Mun ég greiða atkv. með þessari brtt., en síðan á móti frv. sem heild.