11.05.1938
Neðri deild: 73. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1155 í B-deild Alþingistíðinda. (1718)

102. mál, skattgreiðsla útgerðarfyrirtækja botnvörpuskipa

*Bergur Jónsson:

Ég viðurkenni, að nauðsyn beri til að veita togaraeigendum þessi fríðindi. En ég álít rangt, að þessi fríðindi nái til fyrirtækja, sem eru í sömu manna höndum, en ekki eru útgerðarfyrirtæki. Ég hefði því viljað fella mig við skýringu hæstv. fjmrh. á frv., en hitt tel ég ekki rétt, að samþ. frv. með þeim skilningi, sem hv. þm. G.-K. vill leggja í það. Vegna gjaldþegnanna verður þetta að vera alveg skýrt, því að þeim gjöldum, sem niður eru felld, er um leið velt yfir á aðra gjaldþegna. Ég óska því eftir, að menn leggi þann skilning í þetta ákvæði, sem hæstv. fjmrh. bar fram. Ég trúi ekki öðru en að hv. þm. G.- K. sjái við nánari athugun, að ekki er réttlátt að gera upp á milli verzlana, sem reknar eru af útgerðarmönnum, og annara verzlana.