07.05.1938
Efri deild: 67. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1164 í B-deild Alþingistíðinda. (1749)

103. mál, bráðabirgðatekjuöflun fyrir Hafnarfjörð

Erlendur Þorsteinsson:

Ég hefi skrifað undir þetta nál. án fyrirvara, en ég vildi þó taka það fram, að ég er alveg mótfallinn þeirri aðferð til að afla tekna fyrir bæjarsjóð Hafnarfjarðar, sem hér er farið fram á. Hinsvegar kemur fram í grg., sem fylgir frv. á þskj. 102, að þetta frv. sé borið fram vegna ívilnunar skatta á togaraútgerðinni. Bæjarsjóður þarf að fá einhverjar tekjur í þess stað. Forráðamenn bæjarins hafa athugað þetta og ekki séð aðra leið heppilegri. En ekki vil ég greiða þessu frv. atkv. Ég vildi taka þetta fram sem skýringu á afstöðu minni, þó að ég hafi skrifað undir nál.