19.04.1938
Neðri deild: 49. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1174 í B-deild Alþingistíðinda. (1773)

99. mál, iðnaðarnám

*Flm. (Jörundur Brynjólfsson); Ég mun ekki fara mjög mörgum orðum um þetta mál út af þeim umr., sem orðið hafa um það hér í d. Þar er farið fram á breyt. á gildandi l., eins og hv. 7. landsk. tók réttilega fram, en hún er aðeins fólgin í því að færa til það vald, sem nú er í höndum sveinafélaganna og veitir þeim rétt til að löggilda námssamninga. Þess er ekki að dyljast, að það er beinlínis vegna þeirrar stuttu reynslu, sem fengin er af þessari löggjöf, sem sett var á Alþ. 1936 og hv. 7. landsk. hefir fyllilega viðurkennt, að hefir verið misnotuð þá stuttu stund, sem hún hefir verið í gildi, að þetta frv. er borið hér fram. Það mætti þá líka e. t. v. skoða það sem fyrirboða þess, sem kynni að verða, ef slík ákvæði ættu að standa áfram í l. Hv. 5. landsk. vildi að vísu aðeins tilnefna eitt dæmi um eitt sveinafélag, sem hefði heitt þessum l. nokkuð harkalega; ef hann hefði kynnt sér málið betur, myndi hann hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að þessi ákvæði hafa verið misnotuð á fleiri sviðum nú undanfarið, þótt þeim hafi e. t. v. verið beitt einna hatramast í þeirri grein.

Eftir því sem kunnugir menn í þessum efnum hafa tjáð mér, er enginn nemandi í þessum bæ nú við nám í steinsmíði. En í þeirri iðngrein eru hér nú um 70 sveinar og nærri 30 meistarar. Byggingar bæði hér í Reykjavík og líka úti um land, sem iðnlærðir menn vinna við, hafa verið að miklu leyti gerðar úr steinsteypu. Þess vegna mætti búast við, að ekki þyrfti algerlega að loka þeirri iðngrein fyrir mönnum. En hvað sem því liður, hvernig þessi löggjöf hefir verið framkvæmd þann stutta tíma, sem hún hefir gilt, þá er þó annað atriði mjög óhyggilegt. Hv. 7. landsk. vék að því, að hér væri það einkanlega annar aðilinn, sem ætti að dæma um öll þesskonar mál, og sýnist það vera mjög óhyggilegt. Það myndi ekki vera talið tryggt réttarfar í dómsmálum, að aðeins annar aðili ætti að dæma mál, heldur þurfa þeir að vera af hálfu beggja aðilja og svo óhlutdrægir sem unnt er. Slíkt réttarfar tíðkast hvergi, að einungis annar aðili dæmi, og er talið algerlega óviðunandi. Þess vegna er það svo í þessu efni sem öðrum, þar sem þarf að gefa úrskurð í deilum milli aðilja, að óhlutdrægir menn þurfa um málið að fjalla, sem ekki hafa neinna hagsmuna að gæta af því, hvernig málin verða útkljáð. Það er í þessum efnum nauðsynlegt, og tilgangur þessa frv. að koma því til leiðar.

Eg vona, að heppnin gefi, að það verði menn, sem láta það sjónarmið ráða í störfum sínum, að dæma svo, að sanngjarnt sé og réttmætt, og ég vil líka vona, að stéttin sé svo mennt, að slíkir menn finnist til að taka það að sér. Það er ekki hægt að mæla á móti því, að þetta er eina færa leiðin, en sú löggjöf, sem Alþ. hefir sett, er óviðunandi, því að það hefir sýnt sig, undir eins og sú löggjöf kom til framkvæmda, að hún er misnotuð, eins og hv. 7. landsk. viðurkenndi um eina iðnstétt. En ég vil segja það, eftir þeim upplýsingum, sem ég hefi fengið um þessi mál, að ákvæðum l. hefir líka verið barkalega beitt gagnvart nemendum í öðrum iðngreinum. Menn, sem að upplagi eru prýðisvel gefnir til smíða og snillingar í þeirri grein, áður en þeir fá tækifæri til að njóta tilsagnar hjá lærðum mönnum, þeir fá hvergi að nema þessa grein hér á landi, og þeir verða að fara af landi burt til þess að fullkomna sig í þeirri mennt. Þetta er hvorki skynsamlegt, réttlátt né hyggilegt, ekki aðeins fyrir þá stétt, sem þetta mál snertir, heldur einnig fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Þetta sýnist mér löggjafanum alls ekki heimilt að láta standa í l. eða framkvæma þau á þessa lund. Þetta frv. ber alls ekki á sér þann blæ, að það eigi að gefa allt iðnaðarnám frjálst, og það er alls eigi rétt. að það sé gert meisturunum í hag, sem græða á því að hafa í þjónustu sinni marga nema, en ekki faglærða menn, sem hafa lokið námi. Tilætlun mín með þessari breyt. er sú, að þeir menn verði skipaðir af iðnn. Alþ. til að dæma þessi mál. sem vel eru til þess hæfir og þekkja þessa grein, hafa góða dómgreind, eru sanngjarnir og fara rétt að. Ég vona að þetta megi heppnast. Ég held þess vegna, hvað sem því liður, að komast megi að einhverju samkomulagi við þá iðnstétt, sem hv. 7. landsk. gerði að umtalsefni, sé ekki skynsamlegt að hafa þessi lagaákvæði þannig, að aðiljar þurfi að togast á og eigast við út af þessu máli. Úrlausn þessa máls á að vera í höndum óvilhallra manna, svo að aðiljar þurfi ekki um þau að deila. Ég hefi enga hvöt til þess að fara frekar út í orsakirnar til þess, að þetta frv. er borið fram. Það er ekkert vafamál, að það sé rétt gert af Alþ. að láta málið til sin taka, og því fyrr sem það er gert, því betra. Þess vegna þykir mér svar hv. 5. þm. Reykv. fjarri lagi. Ræða hans var byggð á misskilningi. Með þessu frv. er alls eigi ætlazt til þess, að meisturum sé gefið frjálst að taka nemendur eftir geðþótta, heldur verður beitt fullkominni aðgæzlu um það, hvaða nemendur eiga að vera í hverri grein, og fengnir menn til að meta þá nauðsyn, sem er á hverjum stað fyrir iðnlærða menn til að starfrækja þann iðnað, sem þar er. Vonandi er, að þeir menn, sem eiga að fjalla um lausn slíkra mála, verði hvorki starfsmenn sveinafélaga né starfsmenn meistara og gæti fullrar réttsýni í úrlausn þessara málefna, sem eru algerlega milli meistara og sveina. Greinin er í fullkomnu samræmi við þetta frv. og raskar því á engan hátt.

Viðvíkjandi því, sem hv. 7. landsk. drap á í ræðu sinni, að honum virtist þetta frv., ef að lögum yrði, geta orðið til þess að þrengja réttindi manna úti um land, þar sem ekki væru iðnráð starfandi, og meistarar þar gætu misst réttinn til .ð taka nemendur, má taka það fram, að það kann að vera rétt, þótt ósennilegt virðist, en ég vil vænta þess, að þeir menn, sem skrifa undir námssamningana, gæti frjálslyndis í því að hefta ekki meistara í að fá þann rétt, sem sanngjarnt er, til þess að faglærðir menn geti leyst af hendi þau störf, sem framkvæma þarf á hverjum stað. Ég gerði það fyrir einfaldleik á þessu máli að flytja þetta frv. þannig, en mér dettur ekki í hug að vera á móti því, að framkvæmdinni yrði hagað á annan hátt, ef frv. næði betur tilgangi sínum með því móti. Þetta vandamál verður að leysa á hinn hagkvæmasta og bezta hátt, sem föng eru á, og gæta þess, að réttlæti, fullkomin skynsemi og aðgæzla verði beitt við úrlausn þess. Ég hafði ekki nema ánægju af að eiga viðræður við hv. 7. landsk. um þær uppástungur, sem hann vili gera í þessu máli á annan veg en í frv. stendur, svo framarlega sem öryggi og fullkomið réttlæti fær að njóta sín í þessum málum framvegis. Ég sé ekki ástæða til að fjölyrða frekar um þetta frv. Það er aðeins þetta eina atriði, sem hér á að hreyta og við höfum gert að umtalsefni. Önnur atriði grýpur þetta frv. ekki inn í.

Þó að fulltrúarnir, sem talað er um í I. gr. frv., eigi að vera iðnráðunum til aðstoðar, er afskiptum iðnráðanna ekki komið fyrir kattarnef með þessu ákvæði, enda á það ekki að hindra það, að þau geti notið sín. Iðnráðin geta komið till. sínum til ráðuneytisins og það tekið fullkomið tillit til þeirra eftir sem áður. Þetta frv. snertir ekki gildandi l. um þetta efni nema í þessu eina atriði, sem er mjög hæpið að láta standa óbreytt, og er fullkomin nauðsyn að ráða bót á því. Ég get fært fleiri rök fyrir því en ég hefi nú talið, en læt nú staðar numið, enda er það á hvers manns vitorði, að það á ekki að vera svona.