30.04.1938
Neðri deild: 58. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1188 í B-deild Alþingistíðinda. (1789)

99. mál, iðnaðarnám

*Jörundur Brynjólfsson:

Ég get verið iðnn. þakklátur fyrir hennar afgreiðslu á þessu máli, því að þær brtt., sem hún ber hér fram við frv., skoða ég, að á engan hátt spilli þeim tilgangi, sem fyrir mér vakti með flutningi þess og sumar þeirra koma í veg fyrir, að það felist nokkuð annað í frv. en ætlazt er til.

Upphaflega vakti ekki fyrir mér að iðnaðarfulltrúarnir ættu nokkurntíma að raska samkomulagi sveina og meistara í einhverri iðngrein um upptöku nýrra nemenda, og býst ég við, að þannig hefði það líka orðið í framkvæmdinni, að iðnaðarfulltrúarnir hefðu aldrei raskað slíku samkomulagi. En það er vitaskuld enginn skaði skeður, þótt tekið sé fram í l., hver tilætlunin er. Ég fellst þess vegna fullkomlega á brtt., því að ég álít, að starf þessara manna eigi á engan hátt að vera þannig, að það auki ágreining meðal þessarar stéttar, heldur á það að vera til þess að eyða og jafna þann ágreining, sem upp kann að rísa, eftir því sem efni standa til.

Önnur brtt. á sama þskj. er einnig leiðrétting, og get ég. fallizt á hana.

Þá kem ég að 3. brtt., sem ég get einnig fallizt á. Þar hefir iðnn. gert að till. sinni, að til þess að unnt sé að rifta námssamningi, þurfi tveir iðnaðarfulltrúar að fallast á þá gerð. Fyrir mér vakti, að nægilegt myndi vera, að einn fulltrúi gerði það, og vildi ég ekki gera nemendum óþarflega erfitt fyrir um að geta hætt við nám sitt. Ég bjóst við, að undir flestum kringumstæðum hlytu þær ástæður að vera fyrir hendi, annaðhvort að nemandinn væri heilsutæpur eða hefði einhverjum sérstökum ástæðum til að dreifa, ef um það væri að ræða, að hann vildi hætta námi, og taldi ég þá nægilegt, að samþykki eins iðnaðarfulltrúa kæmi þar til. En vel má vera, þar sem aðrir aðiljar koma líka til í þessu falli, að þá sé hyggilegra, að einmitt tveir af þessum mönnum þurfi að fallast á þetta. Og er það þá gert með það fyrir augum, að ef nemendur hafa sérstaka hvöt til að rifta námssamningum, sé ekki of auðvelt af þeirra hálfu að gera það. Ég get því fullkomlega á þessa brtt. fallizt.

Þá hefir hv. form. iðnn. og hv. þm. Ak. borið hér fram brtt. á þskj. 377, og á hana get ég alls ekki fallizt. Það er fyrir þá sök, að ég tel. eins og hv. þm. A.-Húnv. réttilega vék að, að verði þessi brtt. samþ., kunni svo að fara í framkvæmdinni, að þessi lagabreyt. hafi lítið að þýða. En það eru fleiri ástæður, sem valda því, að ég get ekki fallizt á slíka brtt. Eftir till. þessara hv. þm. eiga iðnaðarfulltrúarnir að vera skipaðir af atvmrh. samkvæmt tilnefningu Landssambands iðnaðarmanna og Iðnráðs Reykjavíkur, og sá þriðji án tilnefningar. Það er engum efa bundið, að þessir tveir fullfrúar yrðu tilnefndir á þann hátt, að annar væri tekinn úr hópi sveina og hinn úr hópi meistara, og má ganga út frá því, að það val yrði þannig, að teknir væru menn, sem hefðu ríka hvöt til þess að láta annan aðiljann ráða. M. ö. o., sá ágreiningur, sem kann að verða um upptöku nýrra nemenda í hverri iðngrein, heldur áfram í fullum mæli. Deilur, sem nú standa yfir milli iðnsveina og meistara, verða færðar áfram um einn aðiljann enn, til þess ráðs. Sá, sem valinn er af meisturum, heldur fram þeirra máli, og sá, sem valinn er af sveinum, heldur á málstað sinna umbjóðenda. Ég geri ekki ráð fyrir, verði á annað borð ágreiningur milli sveina og meistara, að þá verði samkomulag meðal iðnaðarfulltrúanna, ef á að kjósa þá á þann hátt, sem lagt er til á þskj. 317. Og þá verður úrskurðurinn kominn undir áliti aðeins eins manns, og vel getur tekizt þannig til með valið á þeim manni, að hans úrskurður falli oftar öðrum aðiljanum í vil. Ef atvmrh., sem á að tilnefna einn manninn, vill draga taum annars aðiljans, þá er vitanlegt, hvernig sá úrskurður fellur; hann fellur þeim aðiljanum í vil, sem atvmrh. stendur nær. Ég tel, að Alþingi hafi litla ástæðu til að hreyfa við þessari löggjöf, ef árangurinn á að vera þessi, sem stefnt er að með brtt. á þskj. 377. Ég vil vara hv. þdm. við því, ef þeim er um það hugað, að allrar sanngirni verði gætt í þessum málum, að fallast á þessa brtt.

Hv. þm. A.- Húnv. vill með brtt. sínum á þskj. 395 kippa þessu öllu í það horf, að þetta sé samkomulagsatriði milli meistara og nemenda, lögreglustjóri einn eigi að skrifa upp á og aðrir komi þar ekki nærri. Af þessu geta hv. þdm. nokkuð ráðið, hvernig viðhorfið kann að — verða. ef þeirri ósanngirni er haldið áfram, sem því miður hefir bólað á hjá sumum iðnfélögum, og ekki er tekið í taumana í tæka tíð. Ég vil beina því til þeirra hv. þm., sem sérstaklega vilja bera hagsmuni sveinafélaga og nemenda fyrir brjósti, að ég hygg, að það treysti málstað aðilja bezt að samþ. frv., en ekki þær brtt., sem fyrir liggja á þskj. 376, 377, eða 395. Hv. 7. landsk. telur, að með þeim brtt., sem hann flytur ásamt hv. þm. Ak., á þskj. 377, sé komizt hjá því, að iðnaðarfulltrúarnir séu valdir pólitískt. Nú ber ég það traust til iðnn. þingsins, að ég er fullviss um, að þær muni gæta fyllsta réttlætis og sanngirni í vali sínu. En menn, sem þær velja, hafa nokkuð önnur sjónarmið en þeir, sem valdir yrðu af Landssambandi iðnaðarmanna og Iðnráði Reykjavíkur. Þeir síðarnefndu yrðu fyrst og fremst að hera ábyrgð gerða sinna fyrir stéttarsamtökunum, en fulltrúar, valdir af iðnn. og ráðh., fyrir ríkisstj. og Alþingi. Á því er afarmikill munur; það finnur hv. 7. landsk. vel, þó að hann af e. k. þegnskap, sem ég vil ekki lasta, vilji draga taum stéttarsamtakanna í málinu.

Hv. 5. þm. Reykv. lýsti sig fylgjandi brtt. á þskj. 377 vegna þess, að hún drægi úr frv. Ef hann vonast eftir, að frv. nái ekki tilgangi sínum, ef brtt. verður samþ., og að þá fái aðiljar að deila um þetta eins og hingað til, vil ég sérstaklega spyrja hann. hvort hann vill þá, að það sjónarmið, sem lýsir sér í brtt. hv. þm. A.-Húnv. á þskj. 393, verði algert ofan á. Vilji hann það ekki, ætti hann að fylgja frv. eins og það er, en ekki brtt. hv. i. landsk. og samnm. hans á þskj. 377. Það er fjarri öllu lagi hjá hv. þm., að þetta frv. miði að því að draga allt vald úr höndum iðnaðarmanna sjálfra. Það er tekið fram hvað eftir annað í frv., að leita skuli umsagnar meistara og sveinafélaga, áður en úrskurðir eru felldir, og ég hefi enga ástæðu til að gruna iðnaðarfulltrúa um það fyrirfram, að þeir gæti ekki skyldu sinnar.