11.05.1938
Efri deild: 74. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1249 í B-deild Alþingistíðinda. (1862)

138. mál, mæðiveiki

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég ætla ekki að lengja umr., enda hefi ég ekki gert það hingað til. En þótt það sé mikið fé, sem búið er að ákveða í þessar girðingar, og okkur ofbjóði sú upphæð, þá sé ég ekki annað en að við verðum að samþ. þessa brtt. Ég hefi alltaf verið þeirrar skoðunar, að það, sem mest á ríður í þessum framkvæmdum, sé, að menn njóti, hvar sem þeir eru á landinu, sömu réttinda og aðrir. Það tel ég skipta mestu máli um þessar framkvæmdir, auk þess, að miklu máli skiptir, hvað mikið fé fer til girðinganna. En nauðsyn krefur, hversu litið, sem við vitum, á hvern hátt veikin breiðist út, þá verðum við samt að gera allt, sem í okkar valdi stendur til að hefta hana, jafnvel þótt allar girðingar reynist óþarfar. Þar' sem sú stefna hefir verið tekin upp að leggja þessar girðingar upp með Þjórsá, Blöndu og Héraðsvötnum, þá sé ég ekki, að við getum neitað Snæfellingum um þessa girðingu, enda hafa komið frá þeim sár mótmæli. Það er eðlilegt, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess, að á þessa svæði búa menn, sem lifa eingöngu á þeim fáu kindum, sem þeir hafa, og engir möguleikar fyrir því, ef veikin grípur um sig í þessum sveitarfélögum á sama hátt og hér, að þeir geti snúið sér að öðrum greinum landbúnaðarins. Þá er alveg voniaust, að þeir geti haldizt við, ef sauðféð bregzt. Þarna hagar öðruvísi til en víðast annarsstaðar, þar sem veikin er; þar er hægt að snúa sér að annari framleiðslu.

Mér ofbýður, hve mikið fé fer í þetta, en við verðum að halda uppi samræmi milli þeirra, sem þessa styrkjar eiga að njóta.