22.04.1938
Neðri deild: 51. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1257 í B-deild Alþingistíðinda. (1883)

34. mál, atvinna við siglingar

*Sigurður Kristjánsson:

Það er rétt fram tekið hjá hv. frsm., að ég óskaði að hafa óbundnar hendur í málinu og hefi borið fram brtt. Þær byggjast á því, að það eru þau atriði í þessu máli, sem ekki þola bið. En hinsvegar er það mín skoðun, að þessi löggjöf þurfi nýrrar endurskoðunar, eins og ég tók fram í þinginu 1936, þegar frv. til þessara l. var til umr.

Ég sé enga ástæðu til að lengja umr. um þetta. Ég vil óska eftir því, að umr. verði frestað og sjútvn. fái tækífæri til þess að fjalla um málið af nýju, sérstaklega minar brtt., sem eru aðallega um það að gera bráðabirgðabreyt. á l. Ef n. gengur inn á þessar till., mun ég jafnframt fara fram á við hana að bera fram þáltill. um að endurskoða þessi l. Ég vil því beina þeirri ósk til hæstv. forseta, sem ég nú hefi borið fram.