02.03.1938
Efri deild: 12. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í B-deild Alþingistíðinda. (190)

2. mál, verðtollur

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Fjhn. hefir athugað þetta frv. og borið það saman við þau l., sem nefnd eru í frvgr., og leggur n. til, að frv. verði samþ., það að hún sér vitanlega ekki, að það sé hægt að komast af án þeirra tekna, sem frv. á að neita. En eins og nál. á þskj. 35 ber með sér, hefir einn nm., hv. 1. þm. Reykv., skrifað undir það með fyrirvara, sem hann sjálfsagt gerir grein fyrir. Það er að vísu álit n., að heppilegra væri að setja ný l. um verðtollinn, sem giltu svo áframhaldandi, en að framlengja þetta svona ár eftir ár. Ég vil fyrir hönd n. beina þessu til hæstv. stj. til athugunar, en hinsvegar sér n. sér ekki fært að koma með slíka till. nú.