29.04.1938
Efri deild: 57. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1296 í B-deild Alþingistíðinda. (1930)

34. mál, atvinna við siglingar

*Sigurjón Ólafsson:

Herra forseti! Mér finnst satt að segja nokkurt kapp lagt á þetta mál, þar sem afbrigða þarf að leita til að knýja það áfram. Ég býst við. að frv. verði vísað til sjútvn., og því mun ég fylgja. svo að þar gefist tóm til umræðu og athugunar. En ég get ekki annað en látið fylgja því strax nokkur orð, hv. þdm. til glöggvunar síðar meir, hvaða afstöðu sem n. kann að taka.

Tilgangur þessa frv. eins og það kemur frá hv. Nd. er að draga úr þeim lögum, sem nú eru í gildi. Þar á að afnema það, að skylt sé að hafa stýrimenn á skipum, 20–30 tonna, þann tíma, „sem leggja afla sinn daglega á land“, eins og það er orðað: frv. á mjög óheppilegan hátt. Ennfremur á að afnema 2. vélstjóra á mótorskipum. Í þriðja lagi á að fækka stýrimönnum á varðbátum ríkisins, sem eru innan við 100 tonn. Þá á að fækka vélamönnum um einn á eimskipum stærri en 3011 tonna og að auki um aðstaðarmann við vél á stórum eimskipum. Þetta er í meginatriðum það, sem frv. fer fram á.

Áður en ég fer að rekja, hversu vanhugsaðar till. hér eru á ferð, vildi ég rifja örlítið upp, hvernig lögin um atvinnu við siglingar voru undirbúin. Á þinginn 1935 lágu fyrir till. um að breyta lögunum, sem þá voru í gildi um þessi efni. Breytingarnar snertu m. a. vélamenn á mótorskipum, og mikið var talað um að auka rétt þeirra manna, sem hafa hið svonefnda minna réttindapróf. Sjútvn. sá sitt óvænna að koma fram verulegum umbótum á því þingi, en lagði til, að fram færi nákvæm endurskoðun á löggjöfinni um atvinnu við siglingar.

Upp úr þessu skipaði þáv. atvmrh. (HG) þrjá menn í nefnd til að athuga málið. Einn var ég. Annar var Þorsteinn Loftsson, þá vélfræðiráðunautur Fiskifélagsins, með nákvæma þekking á mótorskipum, auk þess sem hann hafði um skeið fengið töluverða reynslu um meðferð eimskipa. Þriðji var Friðrik Ólafsson, sem nú er orðinn skólastjóri stýrimannaskólans; hann átti líka óbilað traust. Engar raddir komu fram um, að mennirnir væru illa valdir. Árangurinn af starfi n. byggðist líka á umsögnum fjölda félaga, sem hún leitaði til, félags skipstjóra, stýrimanna o. s. frv. Ég verð að játa, að kröfur ýmissa stéttarfélaga gengu miklu lengra en n. sé sér fært í því að auka við prófmönnum og krefja meiri undirbúnings til prófanna. N. fór til beggja og reyndi að sætta þá, sem þarna stóðu á öndverðum meið. og eins reyndi hún að miðla málum. þegar hún hafði lagt frv. sitt fyrir Alþingi á haustþinginu 1935 og aftur á þingi 1936. þar sem það varð að lögum. Málið fékk 8 umr. hér á þingi samtals, var gagnrýnt vandlega og ýmsar brtt. gerðar. Ég man ekki til, að frá útgerðarmönnum bærist nokkur brtt. En Eimskipafélagið mælti móti fjölgun vélstjóra hjá sér. — Maður skyldi halda, að þarna hafi ekki verið kastað til höndunum. Nú hafa lögin aðeins verið reynd ein tvö ár og á að fara að umbylta þeim. Og ég mun koma að því síðar, að það eru í raun og veru ekki þeir agnúar á löggjöfinni nú, að ástæða sé. til að breyta henni eins og hér er farið fram á. Menn munu nú spyrja, hvort þetta sé í samræmi við óskir þeirra manna, sem búa við þessi lög. En það er síður en svo. Þykir mér mjög einkennileg aðferð í máli eins og þessu, að einn stjórnmálaflokkur, sem í raun og veru hefir þekkingu á allt öðru sviði en siglingum og sjávarútvegsmálum, Framsfl., skuli sérstaklega beita sér fyrir því að gera svo róttækar breyt. á atvinnulöggjöf farmanna og fiskimanna eins og hér er gert, án þess að leita nokkuð til viðkomandi stéttafélaga um það, hvað æskilegast væri og heppilegast að breyta. En hér er alls ekki farin sú leið, og ég tel það hart af ábyrgum stjórnmálaflokki, að hann skuli leyfa sér að koma með jafnþýðingarmiklar breyt. í jafnviðkvæmu máli án þess að bera sig nokkuð saman við þá menn og stéttarfélög, sem hér eiga hlut að máli. Enda er raunin sú, að mótmæli hafa komið undantekningarlaust frá öllum stéttarfélögum farmanna og fiskimanna. Ekki einungis frá stýrimönnum, skipstjórum og vélstjórum, heldur og frá öllum félögum, sem maður skyldi halda, að ættu minni hagsmuna að gæta. Ég á þar t. d. við félag það, sem ég er formaður fyrir, Sjómannafélag Reykjavíkur, sem telur um 1200 meðlimi, og eru í því mótormenn og aðstoðarvélstjórar á togurum og allmikið af stýrimönnum, sem sigla sumpart sem hásetar. Ég skal ennfremur benda á — því að vitnað hefir verið í það hér í ræðum —, að óskir hefðu komið um að breyta löggjöfinni. En það hefir ekki komið frá stéttarfélögunum t. d. á Akranesi, heldu frá örfáum útgerðarmönnum.

Ég hefi aðeins drepið lauslega á þau félög, sem mótmælt hafa, en ég ætla að geyma þangað til síðar að benda á, hvaða rök stéttarfélögin færa frum fyrir því, að vilja ekki breyta löggjöfinni. Mér skilst, að það, sem í raun og veru ýti á eftir löggjöf þessari, sé nokkurt loforð um kreppuráðstöfun handa sjávarútveginum með því að fækka þessum mönnum. En þá komum við að merkilegum atriðum. hvað það hefir mikla fjárhagslega þýðingu fyrir útgerðina, og í öðru lagi, hvaða þýðingu það hafi fyrir öryggi yfirleitt á sjónum. Ég hygg, að hv. þm., sem vitaskuld setja sig inn í flest mál, hafi ekki meiri þekkingu til brunns að bera í þessum efnum heldur en stéttarfélög sjómanna yfirleitt.

Þá er fyrst að tala um stýrimenn á mótorbátum, sem nú er ætlazt til, að séu 2 á skipi yfir 20 tonn. Ettir því sem ég veit bezt, þá eru hámarkslaun stýrimanna á hlutur, og fara þau þá vitanlega eftir því, hve aflinn er mikill, og hygg ég, að áður en þessi skylda kom á, hafi alltaf einhver aðstoðarmaður skipstjóra verið á skipinu fyrir aukaþóknun. Þetta hefir tíðkazt í öllum verstöðvum, svo það er mikið spursmál, hvort nokkuð breytist með útgjöldin fyrir útgerðina. Sama er segja um 2 vélamenn, sem skylda er nú til að hafa á bátum, sem eru með yfir 50 hestafla vél, að það er svo hverfandi lítil upphæð, að varla er ómaksins vert að tala um það. að létt sé á útgerðinni, þótt 2. stýrimaður hafi 25 krónur, sem er hámarkið á mánuði fram yfir háseta. Mér finnst því tæpast hægt að leggja mikla áherzlu á það, að afnema þessi lög vegna kostnaðarhliðarinnar. Hitt skal játað, að það hefir ef til vill nokkuð meiri fjárhagslega þýðingu fyrir aðstoðarmann á Eimskip, þ. e. a. s. við vélar, sem slík skip hafa, en það eru ekki allir togarar. Þeir, sem hafa 500 virk hestöfl. eru skyldugir að hafa aðstoðarmann. Hitt getur alltaf verið ágreiningsmál, hvort eigi að miða við þetta mark eða annað. En hér hefir verið farið eftir reglu. sem tíðkazt hefir í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, að skipa ákveðna reglu um það, hvernig eigi að reikna virkar vélar, og við það er mannaflið miðað. Þetta er að vísu dálítið fjárhagsatriði miðað við á mótorskipum, sem er líka sáralítið. Á síðustu árum hefir úthald togara verið yfirleitt um 9 mánuðir, og þessi maður hefir 330 krónur, ef ég man rétt (það má leiðrétta það seinna), í þessa 9 mánuði. og náttúrlega fæði í viðbót. Því hefir verið haldið fram, að þessi maður væri með öllu óþarfur. En ég er alveg á gagnstæðri skoðun, og get ég fært full rök að því, m. a. á þann veg, að hjálparvélaaukning um borð á þessum skipum hefir vaxið stórkostlega á seinustu árum, sé t. d. miðað við fyrir 15 árum. Nú er hvert einasta skip raflýst, og pössun öll á raflögnum hvílir á vélstjóra. Það eru líka til skip með vinnsluvélum. sem vinna úr úrgangi, sem að öðrum kosti færi fyrir borð. Þetta eru algerlega nýjar vélar, og öll gæzla þeirra hvílir einnig á vélstjórum. Þá eru ýms tæki, sem nú eru til öryggis á skipum, svo sem dýptarmælir, sem öll eru í umsjá vélstjóra. Reynsla síðustu ára hefir sýnt, að tækni og auknar vélar gera ferðir um sjóinn öruggari. Þetta þýðir að sjálfsögðu það, að vélagæzla er miklu umfangsmeiri en áður. Og er því ekki nema eðlilegt, að vélstjórastéttin óski eftir meiri aðstoð heldur en áður, á meðan þessi tæki voru ekki til hér á skipum.

Þá eru farþegaskipin, sem mjög hafa aukið velur ,in.r frá því fyrir 10 árum. T. d. rafljósin með öllum þeim leiðslum á farþegarými og víðar. Á mörgum eru frystivélar, sem hafa þann útbúnað, að halda óskemmdum matvælum, ekki eingöngu milli hafna, heldur og til útlima. Og eftir því, sem ég veit bezt. kosta þessar vélar mjög mikla pössun, sem öll hvílir á vélstjórum. að ég ekki tali um allar vatns og skólpleiðslur, sem heyra undir vélstjóra hvar sem skipið er. Þetta þýðir, að krafa skipstjóra um aukið mannafl á skipum er mjög eðlileg. Og ef við berum saman löggjöfina frá árinu 1915, þá löggjöf, sem Alþingi viðurkenndi, að mikið væri við að athuga, og þá löggjöf, sem Alþingi ætlar að búa okkur nú, þá er stór afturför. því að það er ætlunin að fækka mönnum á skipum miðað við árið 1915. Ég verð að segja, að ég harma það, að á hinu háa Alþingi Íslendinga á því herrans ári 1938 skyldi ekki vera kominn meiri skilningur í þessu máli en svo, að ætla að fækka mönnum um leið og aukin er bæði þekking manna í faglegum efnum og aukið mannahald með tilliti til meiri véla og meiri hraða. Hér á að skera niður mannahald og draga úr því, svo að starfið er gert sjómönnum erfiðara en lögin 1915 gera ráð fyrir. Ég segi, að þessir ráðunautar, sem með þessi mál fara, já, ég segi bara: Guð hjálpi þeim mönnum, að þeir skuli eiga að stjórna og ráða löggjöfinni í þessu landi, með tilliti til allrar þeirrar þekkingar, sem þarf að hafa á þessum málum. (IngP: Það er alltaf gott að hafa guðs hjálp). Það er kannske óviðeigandi að nefna guð í þessu sambandi, en svo langt má ganga í öfgunum niður á við, að á guðs hjálp þurfi að halda til að benda á réttu leiðina, ef mannlegur skilningur er svo takmarkaður, að hann greini ekki rétt frá hinu ranga og skaðlega.

Ég hefi lauslega bent á þá fjarstæðu, að fækka vélamönnum á þessum stóru skipum. Ég skal taka það strax fram, að í lögin hefir slæðzt (eins og þau eru nú) eitt ákvæði, sem ekki er tilætlunin hjá n., sem samdi lögin. Það er, að þau skip. sem eingöngu eru flutningaskip, þótt vélin sé allt upp í 2500 hestöfl, er ekki ætlazt til, að hafi nema 3 vélstjóra. Þar hefir aðstoðarmaður bætzt við af misskilningi, og það er sjálfsagt að leiðrétta það.

Þá kem ég að stýrimönnunum. Hér er ætlazt til á skipi eins og Esju að hafa 2 stýrimenn, og á hverjum togara, sem eftir núgildandi lögum á að hafa 2 stýrimenn, skuli vera einn, og er miðað við 300 tonn, varðbátur 1 stýrimann, ef hann er innan við 100 smálestir.

Ég skal nú sína með rökum, hve mikil fjarstæða þetta er. Ég hygg, að orðin séu a. m. k. 20 ára ákvæði, að öll skip, sem sigla með farþega, eigi að hafa 3 stýrimenn. Varðbátar, sem á seinni árum hafa verið notaðir til landhelgisgæzlu. þótt ekki hafi verið nema vissan tíma, hafa haft 2 stýrimenn. Það sjá allir, hve mikil fjarstæða það er, að kippa einum stýrimanni burt. Og stýrimenn á togara eru komnir inn á það af nauðsyn að hafa 3. Ég man það, þegar ég var á togara síðast árið 1918, þá var byrjað að lögskrá á togara 2 stýrimenn án þess að það væri fyrirskipað með lögum, og það var þá yfirleitt talið nauðsynlegt að hafa 3 menn, sem heiðu ábyrgð á stjórn skipsins, eins og þá voru miklar vökur allt þangað til vaktaskipti komust á samkvæmt lögum. Það er ekki hægt að deila þessu á fleiri menn til þess að annast siglingu skipsins og alla stjórn ef skipið er á ferðinni að ég ekki tali um, þegar það er á leið milli landa og jafnvel á þröngri siglingu, þegar komið er til annara landa. Þá getur orðið að láta 2. stýrimann bera ábyrgð á vaktinni, enda þótt hann geti ekki orðið ábyrgur samkv. lögum, ef eitthvað kemur fyrir. yfirleitt er með samþykki útgerðarmanna viðkennt. að nauðsynlegt er að hafa 2 stýrimenn, og þess vegna var sjálfsagt að lögfesta þetta á eimskipum með 300 rúmlestir, þó að um fiskiskip væri að ræða.

Nú er lagt til, að þessi maður sé tekinn burt aftur. Ég hefi ekki orðið var við, að útgerðarmenn hafi gert neinar kröfur um þetta. Enda ef maður spyr útgerðarmenn, þá segjast þeir ekki hafa um það beðið, og að þessi maður verði notaður sem annar stýrimaður, hvað sem löggjöfin segir. Ef við berum saman hliðstætt starf í öðrum löndum, þá sjáum við, að á mörgum litlum togurum hjá Frökkum eru stýrimennirnir oft 3. og Spánverjar hafa oft á meðan þeir eru hér 1 stýrimenn. Það skal játað, að Englendingar hafa ekki nema einn stýrimann, en bátsmann hafa þeir svokaliaðan, sem gegnir í raun og veru nákvæmlega sömu störfum á togara eins og 2 stýrimaður og stjórnar vakt á siglingu. Og bátsmaðurinn verður að kunna vissar reglur um stjórn á skipum og siglingum eins og 2 stýrimaður. Bretar borga líka þessum manni hærra en venjulegum háseta með tilliti til þessa. Það er því ekkert sérstakt í núverandi löggjöf miðað við það, sem gildir hjá okkar nágrannaþjóðum.

Ég minnist þá næst á varðbátana. Það er nú svo. að við höfum öll heyrt söguna um borðstokkinn og naglann í Garðsjó fyrir mörgum árum, þar sem aðeins einn maður var um borð með einhverja sjófræðiþekkingu og þekkingu á að mæla fjarlægð skips frá landi, en ekki betur útbúinn tækjum og kannske kunnátta líka á takmörkum. og krotaði á borðstokkinn með naglanum, og er frægur fyrir. Það er heimtuð af þessum mönnum meiri sjófræðiþekking og málaþekking heldur en af farmönnum yfirleitt, og ekki nægir, að það séu einn til tveir menn; því það getur og hefir undir mörgum kringumstæðum verið ófullægjandi, eins og ég mun greina. Jafnvel þótt um 60 smálesta báta sé að ræða, ef þeir taka togara. þá verður alltaf einn, sem vanalegast er stýrimaður, sem er svokallaður byssumaður, að standa í stafni við byssuna, til þess, ef skipstjóri fyrirskipar. að láta skot ríða af. Ennfremur verður skipstjóri að sjá um stjórn á skipinu og mæla fjarlægð togarans frá landi og jafnvel taka margar mælingar. Og það er ekki nóg, að skipstjóri einn geri slíkar mælingar. Það verður líka annar að gera það. Reynslan í sjórétti er sú, hér eins og annarsstaðar, að dómur hefir fallið þannig. að fyrir voru ekki fullnægjandi sannanir. þegar um einn mann hafði verið að ræða, og hafa þá sökudólgarnir sloppið. Og útlendingar taka ekki gildar mælingar, sem einn maður hefir gert, heldur verða tveir menn að gera þær. Og getur þá nokkur annað en játað því, að nauðsynlegt sé að hafa 3 menn með fullkominni þekkingu til að taka togara?

Þá er önnur hlið málsins. Nú kemur fyrir, að togari er tekinn og þarf að flytja hann til lands. Þá er óverjandi að láta ekki stýrimann fara um borð í skipið ásamt háseta. Ég nefni til, að það, sem skeði á árinu 1937, þar sem einn háseti með litla þekkingu á enskri tungu og náttúrlega kjarklítill þess vegna, að hann gat ekki talað, var settur um borð í enskt skip, sem sigldi svo til Englands. Í öðru tilfellinu var stýrimaður ekki til að fyrirskipa að halda til lands. Þetta er alveg óþolandi, og myndi hvergi vera framkvæmt nema hér hjá okkur Íslendingum í sambandi við togaratöku. Þegar nú er settur um borð í togara einn maður, og þarf að taka annan togara. þá fer lítið að vera eftir á skipinu, ef skipstjóri stendur einn, kannske stýrimannslaus, til að gera nauðsynlegar mælingar og margt fleira. Ég hefi bent á 2 dæmi í þá átt, að það er barnaskapur einn að hugsa sér varðbát, sem tæki sökudólg, með einum stýrimanni. Enda er það vitað. að skipaútgerð ríkisins hefir haft 2 stýrimenn á skipum, þótt undir 60 rúmlestir væru og þeim bæri ekki skylda til þess. Svo kemur þetta virðulega frv. og segir, að einn stýrimaður eigi að vera á varðbát undir 100 rúmlestir, og á farþegaskipum 2 stýrimenn, t. d. Esju. Allir vita, að hún er gerð til að geta flutt með ströndum fram um 200 manns. Og yfirleitt er litið svo á. að skip, sem slík ábyrgð hvílir á, þurfi að gæta hins fylista öryggis, ekki einungis með því að hafa nóg af tækjum, heldur og líka áhöfn.

Esja var í förum milli landa á síðastl. sumri og flutti enska og fleiri þjóða farþega. Og það er mikil ánægja hjá því fólki, að hafa ferðazt með Esju. En hugsum okkur þann möguleika, að komið hefði það fyrir skipið, að þurft hefði að setja í báta allt fólk, sem var á skipinu. Það er svo til ætlazt, að í hverjum bát sé maður með kunnáttu til að leita til lands. Nú eru bátarnir 4, og á hverjum á að vera einn stýrimaður og þá bátsmaður. Því í öllum alþjóðareglum er gert ráð fyrir því, að skipstjóri fari ekki í björgunarbát, því að hann á að vera síðasti maður, sem gengur af skipi. Og oft getur verið, að hann bjargist ekki, þótt allir aðrir bjargist. Bara þetta litla dæmi nægir til að benda á hve mikil fjarstæða það er að fækka stýrimönnum af farþegaskipum. Enda er ég ekki farinn að heyra rök fyrir því enn. Og grunur minn er sá, þó að út í það verði farið, að afnema með lögum 3. stýrimann á þessum skipum. þá sé ekki sopið kálið. þótt í ausuna sé komið. Því ég hygg, að það gæti orðið til þess. að bæði skipstjórar og stýrimenn neituðu. og ég býst við, að stéttarfélög sjómanna myndu seint ganga inn á að manna þessi skip með tveimur stýrimönnum.

Allt, sem ég hefi nú sagt, sýnir, hve mikil fákænska og fáfræði lýsir sér hjá þeim hv. þm., sem flytja frv. Í grg. er vitnað í nágrannaþjóðir okkar, hvað tíðkaðist hjá þeim í þessum efnum. En ég get þá upplýst það í sambandi við þetta. að með hverju einasta ári er, sumpart með löggjöf einstakra þjóða og sumpart með alþjóðasamningum, alltaf verið að keppa að meira öryggi fyrir sjófarendur, án tillits til, hvort um farþegaskip eða önnur er að ræða. Og þessar öryggisráðstafanir eru miðaðar m. a. við það, að láta skipin hafa ýms nútímatæki. sem hafa leitt í ljós. að treysta hefur öryggið, t. d. dýptarmælir o. fl. Og auk þess eru það alþjóðakröfur, að mannahald á skipum sé aukið hjá þeim þjóðum, sem mannahald hefir verið minna en hjá hinum.

Ég get bent á ýmsar stórar siglingaþjóðir, sem og t. d. Frakka, að ég ekki tali um Bandaríkjamenn og Ástralíumenn, sem þurfa yfirleitt ekki að spara fólk. Það eru aðallega smærri þjóðir, sem verða að spara fólk, sem helzt hafa eitthvað gert í þessu efni. En samt er verið að þrýsta hinum smærri þjóðum til að fylgjast með þeim stærri í auknu mannahaldi og auknum útbúnaði. Norðmönnum dettur t. d. ekki í hug að manna millilandaskip yfir vissri stærð með minna en þrem stýrimönnum. Á því sízt við að segja, að við séum langt á undan öðrum siglingaþjóðum í þessu efni. Nú sitja á rökstólunum n. frá stj. Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, sem vinna að því að samræma og auka mannahald og bæta vinnutilhögun á skipum, til þess að auka öryggið. Ég veit reyndar ekki, hve langt er komið starfi þessara n. En þær vinna sameiginlega að þessu, sem ég nefndi. Og ættum við svo að fara að ganga 30 ár aftur í tímann, meðan á döfinni er hjá þessum þjóðum löggjöf um aukið mannahald og aðrar endurbætur? Það væri blettur á okkur Íslendingum. Við erum talsverð fiskimanna- og farmannaþjóð, og væri það vissulega blettur á okkur, ef við færum nú að stíga sporið aftur á bak í þessum efnum. Það hefir vakið athygli á Íslendingum úti um heim, að þeir voru með þeim fyrstu, sem lögbuðu loftskeyti á skipum og sýndu með því, hvað þeir væru framarlega í menningarlegu tilliti. En of við færum nú að takmarka mannahaldið á skipum okkar. þá myndi það sízt verða til þess að auka hróður okkar meðal erlendra þjóða.

Þá er eitt atriði enn. Í l., sem nú gilda, er gert ráð fyrir, að enginn geti orðið skipstjóri á mótorbát, nema hann hafi unnið sem stýrimaður á slíku skipi svo og svo mörg ár. Ef þessum stýrimönnum er nú vikið af skipunum, hver getur þá orðið skipstjóri? Eftir frv. yrði svo komið eftir nokkur ár, að enginn gæti orðið skipstjóri. En það er nú hinsvegar að verða að meginreglu í okkar þjóðfélagi að skylda menn til að undirbúa sig undir störf sín með því að læra svo og svo mikið. Nú er það vitað, að í siglingafræðum er bókleg fræðsla ekki einhlít; verkleg kunnátta og æfing eru þar ekki síður nauðsynlegar. Með þessu frv. er kippt burtu þeim möguleika, að menn geti unnið sig upp í störf sín á þessu sviði. Ég skal í þessu sambandi segja smásögu, sem þjóðkunnur maður sagði mér, Emil Nielsen. Hann sagði, að til sín hefði komið bankastjóri nokkur og beðið sig um rúm á einu af eimskipum félags hans fyrir mann norðan úr landi: Maðurinn hafði að vísu ekkert lært til sjómennsku, en bankastjórinn kvaðst ætla að gera hann að skipstjóra mg láta hann ganga á skóla síðar. Emil Nielsen kvaðst hafa svarað: Ég ætla að koma til yðar með pilt ofan úr sveit, sem verið hefir fjósamaður. þér látið hann í bankann, til þess að hann geti orðið bankastjóri, og svo læt ég hann síðar ganga á verzlunarskólann. Þetta er gott dæmi um þann hugsunarhátt, að menn þurfi ekki að búa sig undir lífsstarf sitt. Ég hefi sjálfur verið í siglingum um 20 ár og hefi því til að bera nokkra dómgreind um það, hvað til þarf að geta tekið við stjórn á skipi. Það þarf mikla þekkingu til að geta stýrt gegnum allar þær hættur. er sjófarendur hendir. Og ég vil ekki vera í hópi þeirra manna, er vilja rýra þann möguleika. að Íslendingar geti átt farmenn, sem jafnist á við þá beztu, sem til eru meðal annara þjóða.

Eg hefi hér talað nokkuð langt mál, en vil þó ekki beita neinu málþófi. Ég get gagnrýnt frv. í fleiri atriðum, ef umr. heldur hér áfram, eða þá við 2. umr., til að upplýsa hv. deildarmenn um það, hvert skaðræðismál hér er á ferðinni. Þó vil ég fylgja málinu til n., því að ég ber það traust til hv. nm., að þeir vilji a. m. k. klípa af frv. verstu agnúana og reyna að gera vit úr óviti.