10.05.1938
Efri deild: 71. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1310 í B-deild Alþingistíðinda. (1936)

34. mál, atvinna við siglingar

*Brynjólfur Bjarnason:

Herra forseti! Ég vil gjarna gera grein fyrir atkv. mínu við þessa umr. — Eins og hv. 3. landsk. hefir sýnt fram á í ýtarlegri ræðu, tel ég einnig að frv. í heild sinni sé til stórskaða, enda þótt þær brtt., sem eru frá hv. meiri hl. sjútvn. á þskj. 469, yrðu samþ.. en ég mun greiða atkv. með þeim brtt., sem eru á þskj. 503, og ennfremur með þeim brtt. sem eru á þskj. 469, vegna þess að ég tel, að þrátt fyrir allt séu þær til stórbóta, og þetta geri ég ennfremur í trausti þess. að það fáist frekari leiðrétting við áframhaldandi umræður.