11.05.1938
Neðri deild: 74. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1326 í B-deild Alþingistíðinda. (1955)

34. mál, atvinna við siglingar

*Pétur Ottesen:

Ég held, að brtt. hv. þm. Ísaf. hljóti að verða til að hefta framgang málsins. Það var mikill meiri hl. með breyt. í hv. Ed., og að þeim stóðu þm. af Norðurlandi. Þess vegna er það frá sjónarmiði þeirra, sem vilja, að frv. gangi fram, varhugavert að fara nú að samþ. till., sem geta orðið til þess, að málið dagi uppi, en hv. þm. Ísaf. grípur auðvitað hvert hálmstrá til að ráða niðurlögum þess.