11.05.1938
Neðri deild: 74. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1326 í B-deild Alþingistíðinda. (1959)

34. mál, atvinna við siglingar

*Frsm. minni hl. (Finnur Jónsson):

Hv. þm. Borgf. er farinn að tala upp úr svefni. Ég sagði aldrei, að ekki hefði verið meiri hl. með frv. í Ed. Ég mótmælti því, að fyrir því hefði verið mikill meiri hl., og upplýsti, að brtt. hefðu fallið með jöfnum atkv. Ég bið hv. dm. að afsaka, að ég er að endurtaka þetta, en ég geri það til glöggvunar þeim þm., sem geta ekki haldið athygli sinni vakandi.

Að lokum vil ég lýsa yfir því f. h. Alþfl., að ef till. mínar verða samþ., mun flokkurinn ekki leggjast á móti því, að frv. gangi fram.