11.05.1938
Neðri deild: 73. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1375 í B-deild Alþingistíðinda. (2039)

137. mál, hitaveita í Reykjavík

Forseti (JörB):

Mér hefir borizt skrifleg brtt. frv. hv. þm. Ísaf. og hv. 7. landsk. við 1. gr. frv. — Gr. orðist þannig:

Ríkisstj. er heimilt, gegn þeim tryggingum. er hún hefur gildar, að ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs lán fyrir Reykjavíkurkaupstað til hitaveitu, allt að 6,3 millj. kr., eða jafngildi þeirrar fjárhæðar. í erlendri mynt. þó aldrei yfir 90% af stofnkostnaði hitaveitunnar, enda sé tilhögun veitunnar samþ. af ríkisstj. og útvegun lánsfjár gerð í samráði við hana.“

Brtt. þessi er of seint fram komin og auk þess skrifl., og verður því að veita afbrigði frá þingsköpum, til þess að hana megi taka til meðferðar á fundinum.