11.05.1938
Neðri deild: 74. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1407 í B-deild Alþingistíðinda. (2067)

137. mál, hitaveita í Reykjavík

*Garðar Þorsteinsson:

Ég ætla bara að segja það, að ég gæti vel svarað ræðu hæstv. ráðh. nokkuð ýtarlega, því að hann kastar sannarlega frá glerhúsi, en ég ætla ekki að gera það nú, með tilliti til þess máls, sem á dagskrá er. En ég vil benda hæstv. ráðh. á, að það er ekki ég eða Sjálfstfl., sem á sök á því, að þetta mál fær þennan tón, heldur er það hv. 1. þm. Rang., sem bæði nú og við fyrri umr. málsins hefir hagað sér þannig, að hann hefir verið með allskonar svívirðingar í garð Sjálfstfl., og hann ætti það skilið, að honum væri svarað nánar. Hæstv. ráðh. ætti mjög vel að gefa skilið það, að það er leiðinlegt að sitja undir því að hlusta á menn eins og hv. l. þm. Rang. hella sér yfir Sjálfstfl., þar sem það er vitað, að þessi flokksbróðir hæstv. ráðh. kastar frá glerhúsi, því að framsóknarmenn eru ekki þeir menn, sem ættu að tala um þetta mál án kinnroða, svo að ég ekki segi meira.