11.05.1938
Neðri deild: 74. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1410 í B-deild Alþingistíðinda. (2071)

137. mál, hitaveita í Reykjavík

*Sigurður Kristjánsson:

Fjandskapur stjórnarflokkanna við hitaveitumálið er fjandskapur við Reykvíkinga, og þá um leið fjandskapur við hagsmuni almennings í landinu. Þeir leyfa sér að koma með órökstuddar dylgjur, gripnar úr lausu lofti, um herfilegan undirbúning málsins hjá Sjálfstfl., og með slíku málþófi reyna þeir að tefja málið ef vera mætti, að það fengi ekki afgreiðslu á þessu þingi. — Ég ætla ekki að segja meira að sinni, því að ég hefi fyrir reglu, að tala eins lítið og mér þykir fært og vil forðast að vekja deilur í sambandi við afgreiðslu þessa máls.