11.05.1938
Neðri deild: 74. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1419 í B-deild Alþingistíðinda. (2082)

137. mál, hitaveita í Reykjavík

*Sigurður Kristjánsson:

Ég hefi engan heyrt tala um það nema stjórnarflokksmenn, að Rvík geti ekki fengið lán nema með ríkisábyrgð. Hitt er vist, að stj.flokkarnir eru að fá afgreidd l. um að undanskilja þá, sem ekki hafa ríkisábyrgð, því, að fá yfirfært fé í erlendum gjaldeyri, til þess að geta staðið í skilum, og það eitt er verið að tryggja nú, að ríkið beri ekki Rvík út og geri henni ómögulegt að standa í skilum. Það er því út í loftið, þegar hæstv. ráðh. í sínum vandræðum er að reyna að búa það til, að Rvík geti ekki fengið lán, af því að ríkið sé illa stætt. Ég vil segja hæstv. ráðh., að öllum er þörf á náðinni, en ekki sízt honum. Ég veit ekki til, að nokkur einasti ráðh. hafi gert sig svo frægan sem lánbeiningamann og hann. Hans fyrsta spor í ráðh.stöðunni var að koma til þingsins og fá heimild fyrir 71/2 millj. kr. láni erlendis. Ekki leið árið fyrr en hann kom aftur og sagðist nú þurfa að fá 113/4 millj. kr. Allt þetta fékk hann: Nú entist honum þetta lengi, í heil 2 ár. Þá kemur hann aftur og vill fá 3 millj. Hann fær þær. Liður nú tæpt ár þar til ráðh. kemur enn á ný og þarf nú aðeins 12 millj. kr.! Með þennan betliferil að baki sér fer það hæstv. ráðh. illa að blása sig svo út sem hann gerir í þessu máli, því að hann einn er mesti skuldakóngur hér á landi.