11.05.1938
Neðri deild: 74. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1422 í B-deild Alþingistíðinda. (2089)

137. mál, hitaveita í Reykjavík

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég vil leyfa mér að fara fram á það við hv. flm. brtt. 368, að síðasti hluti brtt. verði borinn upp til atkvgr. sér í lagi ef þeir geta ekki fallizt á að taka brtt. aftur, þar sem stendur „enda sé tilhögun veitunnar samþ. af ríkisstj. og útvegun lánsfjár gerð í samráði við hana.“ — Það getur valdið óþægindum í sambandi við lántökuna að hafa þessi ákvæði í l. Eins leiðir það af sjálfu sér, að ríkisstj. fylgist með þessu, þar sem þetta er aðeins heimild. En þetta gæti valdið óþægindum, að hafa þetta þarna.