12.05.1938
Efri deild: 77. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1430 í B-deild Alþingistíðinda. (2107)

137. mál, hitaveita í Reykjavík

*Erlendur Þorsteinsson:

Ég vil ekki gera hv. þm. S. Þ. það til ánægju að fara í sérstakar eldhúsumr. í þetta skipti. Ég ætla aðeins að benda honum á, að ég er mjög ánægður yfir, ef þær endurbætur, sem gerðar hafa verið á iðnlöggjöfinni og siglingalöggjöfinni, verða sem eftirmæli þessa þings, sem tekizt hefir að koma fram í fullu trássi við þennan hv. þm. Annars verð ég að segja honum almennt, að ég fyrr á árum hafði mikla samúð með þessum hv. þm. og töluvert uppáhald að sumu leyti, meðan hann með fullri einurð kom fram gegn afturhaldi og spillingu í landinu. En vitanlega hefir samúðin minnkað, síðan hann fór að brosa til Íhaldsins og makka við það, og nú er svo komið, að mér er nokkurnveginn sama hvorumeginn hryggjar hann liggur, þegar Alþfl. er annarsvegar.