25.03.1938
Neðri deild: 34. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1433 í B-deild Alþingistíðinda. (2121)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (JörB):

Mér þykir þetta skiljanlegt af hálfu þeirra manna, sem þurfa að taka þátt í nefndarsförfum, og veit ég, að það kemur sér illa fyrir þá. En ég ætlaði að halda fund nú, af því að nær ekkert hefir verið gert undanfarna 2 daga hér í hv. deild vegna funda í sameinuðu þingi. En þá var mér ekki kunnugt um, að allmargir þm. eru á landsbankanefndarfundi á þessum tíma, og vissi það ekki fyrr en nú. Þar sem þessi deild er mjög þunnskipuð, er ærið hæpið, hvort rétt sé að taka til meðferðar þau mál. sem á dagskrá eru, sérstaklega vegna þess, að mörg þeirra eru eigi ágreiningslaus. Ég tel því litlu sleppt, þó að fundur verði ekki haldinn hér í deildinni nú, ef þm. gætu þá unnið að nefndarstörfum. Ég mun því verða við tilmælum hv. þm. Mýr. og halda ekki áfram þessum fundi.