05.04.1938
Neðri deild: 41. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1434 í B-deild Alþingistíðinda. (2127)

Afgreiðsla þingmála

Einar Olgeirsson:

Ég vildi bera hér fram fyrirspurn um það, hvernig gangi með frv. okkar kommúnista, sem vísað hefir verið til n. Það er nú svo, að við höfum ekki verið vanir að sjá mikið af þeim aftur, eða svo var það a. m. k. á síðasta þingi. Hinsvegar er nú reglulegt þing. og má þess vegna vænta þess, að n. gefist betri tími til að afgr. eitthvað af frv. Það eru sérstaklega 2 frv., sem okkur þætti vænt um að sjá eitthvað af. Annað er mjög stutt og laggott um kaupgreiðslur í peningum, og hitt er viðvíkjandi innlendum viðgerðum á skipum. Ennfremur er ég meðflm. að stóru og mjög merkilegu frv. um breyt. á landsbankalögunum. Ég ætla ekki sérstaklega að krefjast svara um það nú, hvernig gangi með þessi mál, en vænti þess, að forseti hlutist til um, að n., sem hafa þessi frv. til meðferðar, skili um þau áliti.