23.04.1938
Neðri deild: 52. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 310 í B-deild Alþingistíðinda. (213)

4. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

*Sfefán Stefánsson:

Ég á hér brtt. á þskj. 304. — Þetta frv., sem hér liggur fyrir og verið hefir til athugunar í fjhn., er nákvæmlega shlj. frv., sem afgr. var sem l. á síðasta þingi. Þetta frv. er þó ekki elns og það frv. var, þegar það var lagt fyrir fjhn. á síðasta þingi. Síðan hefir verið bætt inn í það einum eða tveimur liðum, sem skotið var inn í það af hæstv. fjmrh. með brtt. í lok síðasta þings. Þær brtt. komu aldrei til umsagnar fjhn. Og það er einmitt þessi 17. liður frv., sem ég hefi gert þá brtt. um, að hann verði felldur niður.

Ég vil taka það fram í sambandi við 17. lið frv., að vaxtastyrkur af fasteignaveðslánum bænda, stofnlánum til frystihúsa, mjólkurbúa o.fl. er fyrst lögtekinn á árinn 1933, að tilhlutun landbrh. Síðan er greiddur vaxtastyrkur árin 1933 og 1934, og nam hann til bænda 120–130 þús. kr. Síðan var á Alþ. 1934 borin fram brtt. um nokkra hækkun á vaxtastyrknum frá því, sem hafði verið. En hún náði ekki fylgi þingsins og var afgr. með rökst. dagskrá. Síðan 1935 hefir svo einnig verið greiddur vaxtastyrkur til bænda árin 1933, 1936 og 1937. En á síðasta ári var, samkv. þessari brtt. hæstv. fjmrh. við frv., felldur niður þessi vaxtastyrkur.

Brtt. mín er borin fram af þeirri ástæðu, að ég tel, að bændastétt Íslands sé ekki vel við því búin að takast á hendur þessa byrði, sem leiðir af niðurfellingu vaxtastyrksins. Ég geri ráð fyrir, að hæstv. ráðh. hafi réttlætt þessa brtt. í fyrra með því að segja, að svo mikið fé væri greitt til styrktar bændum á mæðiveikisvæðunum. En ég tel neyðarúrræði að kippa af bændum utan mæðiveikisvæðanna þessum fríðindum, sem þeir hafa notið og þarfnast svo mjög að fá að njóta áfram, vaxtastyrknum, í sambandi við styrkinn til bænda á mæðiveikisvæðunum, þó um nauðsyn þessa síðartalda styrks sé vitanlega enginn ágreiningur.

Hæstv. fjmrh. mun nú svara því til, að þessa upphæð verði einhversstaðar að fá, og að jafnframt þessari till. verði ég að benda á einhverjar tekjuleiðir til þess að afla fjár til þessa. Mér kemur aðeins í hug, að tekjur af áfengisverzlun ríkisins hafa verið um 600 þús. kr. Væri nú ekki ráð að taka svo sem 50 þús. kr. af þessum gróða til þess að láta koma til styrktar bændum í mæðiveikihéruðunum og koma þannig í veg fyrir, að bændur, sem eru að sligast undir þungum vaxtabyrðum, verði sviptir þessum styrk, sem þeir hafa fengið á undanförnum árum?

Ef þetta þykir ekki tiltækilegt, þá teldi ég, að ná mætti fé til þessa með því t. d. að hækka verð á áfengi um svo sem 25 aura á hverri flösku. Með því mundi fást inn að líkindum 75–100 þús. kr. Mér virðist þetta ekki ótiltækileg leið, því að undanskildum beinum sköttum er engin leið eins aðgengileg til fjáröflunar fyrir þarfir ríkissjóðs eins og tollur á tóbaki og víni.

Ég vil vænta þess, að hæstv. ráðh. og hv. þm. taki vel í þessa brtt. mína og að þeir vilji, að bændur fái notið þessa stuðnings, sem þeir hafa notið með þessum styrk þangað til þetta yfirstandandi ár. Það er sízt bjartara framundan fyrir bændum nú heldur en verið hefir undanfarin ár.