02.03.1938
Neðri deild: 12. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1442 í B-deild Alþingistíðinda. (2142)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Út af þeirri fyrirspurn. hvort í ráði sé að fresta Alþingi. vil ég svara því, að það hefir alls ekki komið til tals. (ÓTh: Og verður þá ekki gert?) Ég er persónulega þeirrar skoðunar, að óheppilegt sé að gera það, og mjög erfitt eins og málum er háttað í landinu nú. án þess að færa að því fullkomnari rök að sinni, og vænti ég, að þessu atriði fyrirspurnarinnar sé nægilega greinilega svarað með þessum orðum.

Um það, hvort hér verði framkvæmdur sparnaður á þessu þingi, get ég ekki svarað að svo komnu máli. Það kemur væntanlega í ljós, þegar fjvn. skilar sínu áliti. En um síðasta atriðið í fyrirspurninni, eða þau ummæli, sem hv. þm. lét um það falla, að æskilegt væri að flýta störfum Alþingis, vil ég taka undir. að það væri mjög æskilegt, og það ætti að vera unnt, vegna þess að fjvn. kom svo snemma saman til fundarhalda, og ekki liggja mörg mál fyrir þessu Alþingi, sem eðlilegt er, þar sem svo stutt er síðan seinasta þing kom saman. Það er vitað mál og hefir komið fram í umr. áður, að sérstaklega sem stendur er dráttur á einu máli, vinnulöggjöfinni. Það er þetta eina frv. sérstaklega, sem ennþá hefir ekki verið gengið frá um afgreiðslu. En ég vænti fastlega, að það þurfi ekki heldur að verða til tafar. Ég vil endurtaka ósk mína um það, að þingið gæti orðið sem stytzt, og er því mjög feginn, ef hv. andstæðingar vilja hjálpa til þess, að svo gæti orðið.