02.03.1938
Neðri deild: 12. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1443 í B-deild Alþingistíðinda. (2144)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Það er náttúrlega ekki vandsvarað þessari fyrirspurn, um nauðsyn þess að samþ. vinnulöggjöfina á þessu þingi. Það má vitanlega alltaf spyrja þannig. og það má spyrja þannig á næsta þingi, hvort ekki megi bíða til næsta þings o. s. frv. Mín skoðun er sú, að vinnulöggjöf hefði átt að vera komin, og það fyrir löngu. Og það er ekki annað, sem staðið hefir í vegi fyrir því, en það, að ég hefi álítið og látið þá skoðun í ljós, að það ætti að reyna til þrautar að ná samkomulagi við þá aðilja, sem vinnulöggjöfin snertir, áður en hún er sett; og nú hefir verið unnið að því undanfarið, og starfi þeirrar nefndar. er að því hefir unnið, er lokið. Þess vegna þarf ekki að svara þessu á annan hátt en þegar hefir verið gert.