02.03.1938
Neðri deild: 12. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 1443 í B-deild Alþingistíðinda. (2145)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Hv. 3. þm. Reykv. spyr, hvað líði störfum þeirrar n., er sett var til að gera till. um ráðstafanir til að bæta úr atvinnuleysi ungra manna. Ég þori ekki að fullyrða, að það komi fram frv. frá n. á þessu þingi, en ég vona það. Hún hefir unnið talsvert að þessum málum, og bjóst fyrir skömmu við því, að hægt yrði að leggja frv. fram nú á þessu þingi. Eitthvað mun hafa tafið það, að maður, sem er að kynna sér þessi mál erlendis, Lúdvig Guðmundsson, er ekki kominn eða hefi; ekki enn gefið nægilegar upplýsingar. Mun ég strax og tök verða á því gefa deildinni upplýsingar um, hvort frv. kemur frá n. eða ekki.